Golf á Íslandi - 01.07.2014, Side 56
1. braut 381 m. Par 4.
Ein besta upphafshola á íslandi, alvöru start
og maður þarf að vera mættur til leiks hér
með 100% fókus. Upphafshöggið slæ ég 230
m, stuttan á trén hægra megin, mikilvægt
að hitta braut svo annað höggið sé þægilegt
þar sem erfitt er að hitta flötina í tveim úr
karganum. Par flott skor og tæki ég það alla
dagana.
STAÐSETNINGAR- OG NÁKVÆMNISGOLF
Birgir Leifur Hafþórsson er á heimavelli
á Íslandsmótinu í höggleik 2014.
Svona leikur hann Leirdalsvöll:
2. braut 185 m. Par 3.
Löng par 3 og mikið niður í móti, lykillinn
hér er rétt kylfuval. Spila sig stutt á pinna til
að eiga pútt upp í móti.
3. braut 464 m. Par 5.
Fyrsta par 5 holan og með góðu teighöggi
þá á maður góðan möguleika á að fara inn
á í tveimur en það þarf tvö frábær högg til
þess. Hér vil ég fá par eða fugl en getur verið
svínsleg í miklum vindi.
4. braut 125 m. Par 3.
Þægileg par 3 hola og hér getur maður verið
ákveðinn á pinna.
5. braut 354 m. Par 4.
Teighögg stutt á vatn og mikilvægt að koma
sér í góða stöðu fyrir annað höggið. Hér vil
ég vera á brautinni til þessa að geta stjórnað
spunanum í öðru högginu.
6. braut 372 m. Par 4.
Teighögg mikilvægt hér og besti staðurinn er
hægra megin á braut. Þar er best að slá inn
á flötina sem er erfið, mikill halli sem gerir
annað höggið erfitt.
7. braut 509 m. Par 5.
Frábær par fimm hola og hér þarf frábær
golfhögg til þess að fá fugl, í meðvindi þá vill
maður komast inn á í tveimur en hér vil ég fá
sem oftast fugl.
8. braut 326 m. Par 4.
Teighögg hægra megin á braut stutt á glompu
til þess að geta verið ákveðinn í inná högg-
inu. Hér vil ég eiga góðan möguleika á fugli.
9. braut 163 m. Par 3.
Ein erfiðasta holan á vellinum og hér þarf
einfaldlega frábært golfhögg til þess að hitta
flötina. Par alla dagana er ég hamingjusamur
með.
„Leirdalurinn verðlaunar þá sem hitta mikið
af flötum því þegar þú nærð því ekki þá getur
maður lent í erfiðum vippum.
Ég mun leggja mitt leikskipulag upp á ein-
faldan hátt, ákveðinn en með skynsömu ívafi.
Það mun ganga út á það að vera í möguleika á
sigri þegar 9 holur eru eftir en þá kemur í ljós
hvað ég þarf að gera, - spila mjög ákveðið eða
halda mér við leikskipulagið mitt,“ segir Birgir
Leifur Hafþórsson en hér má sjá hvernig hann
sér fyrir sér golfleik sinn á Leirdalsvelli.
Frábær fyrsta braut, ein besta upphafshola
landsins segir Birgir Leifur.
Sjöunda brautin, par 5, er alltaf strembin.