Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 64

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 64
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 64 Básar er glæsilegasta æfingasvæðið á Íslandi og er opið fyrir alla. Við hlið Bása er Grafarkotsvöllur, glæsilegur 6 holu æfingavöllur. Völlurinn er tilvalinn byrjendavöllur fyrir þá kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Samhliða Grafarkoti er glæsileg púttflöt og vippflöt. Þeir aðilar sem eru skráðir í Golfklúbb Reykjavíkur fá frían aðgang að Grafarkotsvelli en aðrir geta greitt daggjald eða keypt sumarkort á völlinn. Það eru allir velkomnir í Bása. FYRIR ALLA ALLT ÁRIÐ PROGOLF er rekstraraðili að Básum. PROGOLF býður einnig víðtæka þjónustu við golfkennslu fyrir byrjendur eða lengra komna. Allar nánari upplýsingar er að nna á www.progolf.is eða í síma 555 7200 Básar við Grafarholtsvöll 110 Reykjavík • Sími 555 7202 www.basar.is besta ængasvæðið Þú finnur opnunartímann í Básum á www.progolf.is SILFURKORT 10% FLEIR I BOLT AR GULLKORT 15% FLEIR I BOLT AR PLATÍNUKORT 25% FLEIR I BOLT AR DEMANTSKORT 35% FLEIR I BOLT AR Gjafakort PROGOLF er frábær leið til að gleðja. KOMDU OG ÆFÐU Í BÁSUM C M Y CM MY CY CMY K Básar - Progolf auglýsing Golf á Íslandi Sumar 2012.ai 1 20/04/12 12:16:16 Sigmundur náði að landa sínum fyrsta stóra titli þegar hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni unglinga sem fram fór á Urriða- velli árið 2000. Fyrsti stóri titillinn „Minn fyrsti stóri titill var á Íslandsmótinu í holukeppni unglinga árið 2000 – 18 ára og yngri. Ég var að verða 17 ára á þessum tíma en mótið fór fram á Urriðavelli. Það var bara einn flokkur og nánast í fyrsta sinn sem ég spilaði af hvítum teigum. Skömmu síðar fékk ég mitt fyrsta landsliðsverkefni með unglingalandsliðinu á Norðurlanda- mótinu. Ég náði að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni árið 2003 gegn Haraldi Heimissyni úr GR á Hólms- velli í Leiru – tapaði þeim leik enda var logn í Leirunni sem kom verulega á óvart,“ segir Sigmundur í léttum tón. Sigmundur segir að hann hafi tekið stórt stökk sem kylfingur þegar hann fór að æfa undir stjórn Andrésar Davíðssonar – sem var á þeim tíma að þjálfa Birgi Leif Hafþórsson. Þar hafi nýjar víddir opnast hjá Sigmundi. Fékk nýja sýn á golfið „Ég var í miklum vandræðum með golfið mitt árið 2005. Ég hafði samband við Birgi Leif Hafþórsson félaga minn hjá GKG og hann benti mér á að tala við Andrés Davíðs- son golfþjálfara. Samstarfið við Andrés hófst á þessum tíma og við vinnum saman um veturinn 2005-2006. Sumarið 2006 fór allt að smella saman og ég áttaði mig á því að ég hafði ekki verið heilsteyptur kylfingur. Andr- és opnaði hug minn fyrir svo mörgu. Sem dæmi má nefna að leikskipulagið sem hann setti upp með mér á Urriðavelli var mjög gott og ég fékk bara nýja sýn á golfið eftir að ég fór að vinna með Andrési. Á sjálfu Íslands- mótinu í höggleik á Urriðavelli var ég nánast á „sjálfstýringu“ – það gekk nánast allt upp, ég efaðist aldrei um höggin sem ég sló, og sjálfstraustið var mikið á þessum tíma. Árið 2006 var mitt besta ár. Ég vann tvö háskóla- golfmót í Bandaríkjunum og einnig Opna austurríska meistaramótið – og Íslandsmótið í höggleik á Urriðavelli.“ Eins og margir aðrir fór Sigmundur í nám til Bandaríkjanna þar sem hann lék golf samhliða háskólanáminu. Hann ætlaði sér í atvinnumennsku haustið 2008 en efna- hagshrunið á Íslandi hafði þau áhrif að sá draumur var lagður á hilluna. „Ég fór út sumarið 2003 í McNeese State University háskólann í Bandaríkjunum. Fyrsta árið spilaði ég ekki með skólaliðinu en haustið 2004 komst ég inn í liðið. Ég keppti fyrir skólann í fjögur ár. Eftir að háskóla- náminu lauk og HM áhugamanna árið 2008. Vildi lifa drauminn og reyna að ná lengra. Það var margt jákvætt að gerast hjá mér sumarið 2008. Ég var búinn að leggja drög að því að reyna við atvinnumannadrauminn um haustið 2008 og ég var að leika vel. Síðan skall á efnahagshrun hér á Íslandi og víðar, og ekk- ert varð af þessum áformum. Ég framlengdi því dvölina í Bandaríkjunum um eitt ár og starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá skólanum mínum.“ Sigmundur Einar starfar í dag hjá trygginga- félaginu Verði og hefur hann ekki mikinn tíma til að æfa sig – en keppnisskapið er enn til staðar. „Ég get alveg slegið boltann en æfinga- leysið kemur alltaf niður á heildarskorinu. Í meistaramótinu átti ég ekki möguleika gegn Emil Þór Ragnarssyni sem vann verðskuldað í meistaraflokknum. Á Íslandsmótinu í högg- leik ætla ég að njóta þess að spila á mínum heimavelli. Þetta er eitthvað sem ég hef látið mig dreyma um lengi og það verður mikil upplifun fyrir okkur sem hafa alist upp hér hjá GKG að fá að taka þátt í þessu ævintýri. Markmiðið er að njóta þess að vera með en að sjálfsögðu fer maður alltaf í öll mót til þess að vinna þau,“ sagði Sigmundur Einar Másson. „Leikskipulagið sem hann setti upp með mér á Urriðavelli var mjög gott og ég fékk bara nýja sýn á golfið eftir að ég fór að vinna með Andrési. Á sjálfu Íslandsmótinu í höggleik á Urriðavelli var ég nánast á „sjálfstýringu“ – það gekk nánast allt upp, ég efaðist aldrei um höggin sem ég sló, og sjálfstraustið var mikið á þessum tíma.“ Simmi sjóðheitur á leiðinni að tryggja sér Íslandsmeistarar- titilinn á Urriðavelli árið 2006.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.