Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 68

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 68
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 68 Árið 2007 var efri hluti Leirdalsvallar tekinn í notkun og hefur völlurinn orðið betri með hverju árinu sem liðið hefur. Síðustu 14 mánuðir hafa hins vegar verið gríðarlega erfiðir þar sem að mikil úrkoma og klaki hafa sett svip sinn á verkefni vallarstarfsmanna GKG. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt ár hvernig sem við lítum á það. Við teljum okkur vera á réttri leið og völlurinn verður í toppstandi þegar Íslandsmótið í höggleik hefst. Við fengum svakalega mikið kal í völlinn í brautir og teiga í vetur – en náðum að bjarga flötunum í 98% tilvika. Við höfum lagt mikla vinnu í að koma vellinum í gott ástand eftir veturinn og beitt öllum brögðum sem finnast í þessu fagi.“ Klaki laminn í tíu vikur Sem dæmi um óvenjulegt vinnuálag í vetur þá voru þrír starfsmenn sem gerðu ekkert annað í 10 vikur en að lemja klaka af flötum Leirdalsvallar. „Þeir voru í öllum veðrum úti á velli í 2½ mánuð. Þeir notuðu tæki sem kallast „slitter“ sem er stórt kefli með stjörnujárnum sem sett er aftan í traktor sem dregur tækið yfir flatirnar. Þeir voru einnig með stóran blásara með í för sem blés klakann af flötunum. Við fengum mikla þekkingu og reynslu eftir veturinn og það voru margir sem töldu að þessi vinna sem við vorum að leggja í að koma klakanum af flötunum myndi ekki gera neitt gagn. Frá upphafi höfðum við trú á þessu. Það voru engin efni notuð til að vinna á klakanum og árangurinn var ásættanlegur miðað við hvað þetta leit illa út í vetur.“ Eftir vetrarbaráttuna við klakann fór ástandið að lagast en það var aðeins í nokkra daga í minningunni hjá Guðmundi því það fór að rigna eins og hellt væri úr fötu í byrjun júní. „Úrkoman hefur gert okkur erfiðara um vik í sumar – það er alveg komið nóg af vatni í völlinn. Ég get lofað því. Við höfum mest verið að vinna í 15. brautinni sem hefur vanalega verið hvað erfiðust viðureignar hvað gæði varðar. Þar er lægsti punkturinn í dalnum og þar safnast mikil bleyta. Það þarf að gera meira á því svæði. Við höfum líka séð eftir síðasta sumar og það sem af er þessu sumri að það eru ýmis vandamál sem við þurfum að laga hvað varðar bleytu á vellinum. Það er vinna sem mun taka langan tíma.“ Aldrei vafi með Íslandsmótið Þrátt fyrir ýmis áföll í vetur hefur Guð- mundur aldrei efast um að Íslandsmótið ætti að fara fram á Leirdalsvelli. „Ég hef aldrei efast um að við gætum haldið Íslandsmótið með glæsibrag þrátt fyrir allt sem hefur gengið á í vetur og sumar. Vanda- málin hafa frekar eflt mig og starfsfólkið frekar en að draga úr okkur kraftinn. Við höfum verið að vinna að þessu í nokkur ár og staðan hefur vissulega verið erfið í vetur og sumar. Ef árferðið hefði verið eðlilegt í vetur og sumar værum við að ræða allt aðra hluti. Síðasta sumar var gríðarlega blautt, veturinn var ótrúlegur í alla staði og það sem af er þessu sumri hefur úrkoman verið langt yfir meðaltali. Við tökumst á við þessi vanda- mál sem verkefni sem þyrfti að leysa.“ Flatahraði gæti orðið 9 á stimp Það fylgir því mikil ábyrgð að stjórna að- gerðum hjá vallarstarfsmönnum á meðan Íslandsmótið í höggleik stendur yfir. Guð- mundur á von á því að geta boðið upp á sanngjarnan hraða á flötunum. „Við eigum að geta kreist góðan hraða á flöt- unum, 9 stimpmetrar og eitthvað þar yfir er það sem við stefnum að. Hraðinn var um 8 stimpmetrar á meðan meistaramót GKG fór fram en við munum nota allar þær aðferðir sem eru þekktar til þess að ná upp góðum en sanngjörnum hraða á flatirnar á meðan Íslandsmótið fer fram. Aðstæður spila líka stórt hlutverk – ef vindurinn fer af stað þá þurfum við að gæta hófs og fara varlega – svo að boltinn fjúki ekki af flötunum. Það verður allt slegið á hverjum degi, flatir, teigar, brautir og „röffið“ eins og þarf til að halda því eins og við viljum hafa það.“ Gríðarlega skemmtilegt verkefni Rúmlega 20 manns verða að störfum eld- snemma morguns alla keppnisdagana og sjá þeir til þess að allt verði í toppstandi þegar kylfingarnir hefja leik. „Það eru um 30 manns að vinna á vellinum yfir hásumarið og það eru rúmlega 20 sem mæta á vaktina eldsnemma að morgni og fara í þau verk sem þarf að vinna. Sem dæmi má nefna að það eru 90 glompur á vellinum og það þarf að raka þær allar að morgni – það eru tveir menn í því. Við nýttum meistaramótið til þess að prufukeyra hvernig við vildum gera þetta á Íslandsmótinu og við erum tilbúnir og spenntir að takast á við þetta verkefni. Mýrin verður notuð sem æfingasvæði fyrir keppendur og þar ættu kylfingar að geta gengið að svipuðum gæðum á flötunum og eru á Leirdalsvelli á meðan mótið fer fram. Það er gríðarlega gaman að fá að vera hluti af þessu ævin- týraári hjá klúbbnum. 20 ára afmæli og loksins farið að hylla undir nýtt klúbbhús og það er kraftmikið og gott starf í gangi hjá GKG,“ sagði Guðmundur Árni Gunnarsson við Golf á Íslandi. „Það eru um 30 manns að vinna á vellinum yfir hásumarið og það eru rúmlega 20 sem mæta á vaktina eldsnemma að morgni og fara í þau verk sem þarf að vinna. Sem dæmi má nefna að það eru 90 glompur á vellinum og það þarf að raka þær allar að morgni – það eru tveir menn í því.“ Hér má sjá Leirdalsvöll í júlí og svo í febrúar 2014 þegar klaki lá yfir stórum hluta vallarins eins og sjá má hér á myndinni. STEFNAN RÆÐUR ÁFANGASTAÐNUM H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -2 4 2 1 VÖNDUÐ EINKABANKAÞJÓNUSTA STJÓRNAST AF MARKMIÐUM VIÐSKIPTAVINARINS Einkabankaþjónusta Arion banka veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sjóðum og stofnunum víðtæka fjármálaþjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins. · Þinn eiginn viðskiptastjóri sem mótar með þér fjárfestingarstefnu og sér um þitt eignasafn. · Sterk tengsl við viðskiptastjóra með símtölum, tölvupósti og reglulegum fundum sé þess óskað. · Ítarlegt yfirlit um stöðu og ávöxtun á þriggja mánaða fresti. · Öll almenn bankaþjónusta á hagstæðum kjörum. Pantaðu viðtal við viðskiptastjóra í síma 444 7410 eða sendu póst á einkabankathjonusta@arionbanki.is og komdu þínum fjármálum í hagstæðari farveg. ARION EINKABANKAÞJÓNUSTA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.