Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 74
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
74
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800, Bílver, Akranesi, sími 431 1985
Höldur, Akureyri, sími 461 6020, Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
STUTTA SPILI-D & LANGA FER-DIN
Horfðu á heildarmyndina
HONDA CR-V KOSTAR frá kr. 5.190.000
honda.is/cr-v
Hvort sem þú vilt sparneytni, rými og þægindi í golfið eða fjórhjóladrif
og öruggt veggrip fyrir krefjandi vegi þá er Honda CR-V fyrir þig.
Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd
hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum
heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og
verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims áttunda árið í röð.
Keyrðu Honda CR-V, betri 4x4 þegar á allt er litið.
stutta spilid langa ferdin
Ólafur Ágúst Gíslason, íþróttakennari úr
Mosfellsbæ, segir að hann muni ágætlega
eftir golfhringjum með föður sínum í Öskju-
hlíðinni en klúbbhúsið sé það eftirminni-
legasta.
Mýkt og nákvæmni
var hans stíll
- Gísli Ólafsson, alnafni og barnabarn fyrsta Íslandsmeistarans í golfi,
vonast til þess að feta í fótspor afa síns
Gísli Ólafsson, læknir úr Reykjavík, varð fyrstur allra til þess að hampa Íslandsmeistara-
titlinum í golfi árið 1942. Barnabarn Gísla og alnafni, Gísli Ólafsson úr Golklúbbnum
Kili í Mosfellsbæ, verður á meðal keppenda á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmóta-
röðinni, 72 árum eftir að afi hans fagnaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í golfsögu
Íslands. Gísli yngri er að taka þátt í annað sinn á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskips-
mótaröðinni en hann vonast til þess að geta fetað í fótspor afa síns – sem er hans helsta
fyrirmynd í golfinu.
Á þeim tíma þegar Gísli varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn var keppnisfyrirkomulagið
holukeppni. Leikið var á golfvelli Golfklúbbs Íslands sem staðsettur var í Öskjuhlíð.
„Ég náði að leika golf með föður mínum á
Öskjuhlíðarvelli og ég man reyndar óljóst
eftir vellinum en klúbbhúsið stóð á tignar-
legum stað. Það var innréttað í enskum stíl
og í kjallaranum voru geymslur fyrir golfsett
og slíkt. Fermingarveisla systur minnar var
haldin í þessu klúbbhúsi sem þótti glæsileg
bygging á sínum tíma. Foreldrar mínir fóru
til Bandaríkjanna árið 1945 þar sem pabbi
fór í framhaldsnám í fæðingalækningum
og þegar þau komu til baka árið 1949 voru
áherslurnar aðrar hjá pabba varðandi golfið.
Hann gat ekki sinnt því eins og áður en
keppti þó reglulega og vann einhver verð-
laun,” segir Ólafur.
Í meistaramóti Kjalar á þessu sumri lék Gísli
með tveimur fyrrum Íslandsmeisturum í
höggleik í ráshóp. Þorsteini Hallgrímssyni
og Kristjáni Þór Einarssyni. Þeim fannst það
Ólafur Gíslason og
Gísli Ólafsson með
verðlaunagripi sem
fyrsti Íslands-
meistarinn í golfi
eignaðist snemma
á fimmta áratug
síðustu aldar
Gísli Ólafsson
púttar hér á
Völlum í Skagafirði
á Íslandsmótinu
árið 1944.
Til vinstri er klúbbhúsið í Öskjuhlíð sem þótti mjög glæsilegt. Hér púttar
Gísli á fyrsta Íslandsmótinu árið 1942 sem hann sigraði á. Jakob Hafstein
og Sigmundur Halldórsson, dómari fylgjast með.