Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 92

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 92
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 92 Íslandsmótið í holukeppni unglinga fór fram 20.-22. júní á Urriðavelli við góðar veðurað- stæður og á góðum keppnisvelli. Alls tóku 150 kylfingar þátt en þetta var þriðja mótið á Íslandsbankamótaröð unglinga. Á föstudeginum var leikinn höggleikur þar sem keppt var um efstu sætin í hverjum aldursflokki og þar með sæti í sjálfri holukeppninni. Þeir kylfingar sem náðu alla leið í úrslitaleikina léku því allt að fimm átján holu hringi á þremur keppnisdögum. Tumi Hrafn Kúld úr Golfklúbbi Akureyrar sigraði í flokki 17-18 ára pilta og er þetta í fyrsta sinn sem Tumi Hrafn leikur til úrslita í þessari keppni. Hann lék gegn Aroni Snæ Júlíussyni úr GKG í úrslitaleiknum og er þetta í fimmta sinn sem Aron Snær tapar úrslitaleik í þessari keppni en Tumi hafði betur 2/0. Birgir Björn Magnússon úr Keili og Kristófer Orri Þórðarson úr GKG léku um þriðja sætið en þar hafði Birgir Björn mikla yfirburði 7/6. Aron Snær sigraði Birgi Björn í undanúrslitum 1/0 og Tumi Hrafn lagði Kristófer Orra 3/2. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Birta Dís Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík léku til úrslita í stúlknaflokki 17-18 ára. Úr- slitaleikurinn var spennandi þar sem Ragn- hildur hafði betur með minnsta mun 1/0. Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum varð þriðja en Karen Ósk Kristjánsdóttir úr GR var mótherjinn í þeim leik sem endaði 3/2. Þetta er annað mótið í ár sem Ragn- hildur vinnur á Íslandsbankamótaröðinni. Í undanúrslitum mættust Birta og Karen og lauk þeirri viðureign 5/4. Ragnhildur sigraði Helgu 4/3. Hvergerðingurinn Fannar Ingi Stein- grímsson stóð uppi sem sigurvegari í flokki 15-16 ára en mótherji hans var Hákon Örn Magnússon úr GR. Fannar var með nokkra yfirburði í úrslitaleiknum sem endaði 5/3. Hákon kom verulega á óvart á þessu móti en hann sigraði Arnór Snæ Guðmundsson frá Dalvík 1/0 í undanúrslitum en Fannar lagði Kristján Benedikt Sveinsson úr GA í hinni undanúrslitaviðureigninni 2/1. Arnór sigraði í flokki 14 ára og yngri í fyrra á þessu móti. Henning Darri Þórðarson úr Keili sem sigraði á tveimur fyrstu mótunum á Íslands- bankamótaröðinni í flokki 15-16 ára fékk frávísun eftir höggleikskeppnina. Hann skrifaði undir skorkort sem var ekki rétt skráð og fékk Henning því ekki að taka þátt í 16 manna úrslitum keppninnar. Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík fagnaði sigri annað árið í röð á þessu móti. Hún stóð uppi sem sigurvegari fyrir ári í flokki 14 ára og yngri og hún fagnaði sigri í telpnaflokki 15-16 ára eftir frábæran úrslitaleik gegn Sögu Traustadóttur úr GR. Úrslitin réðust á 19. holu. Eva Karen Björnsdóttir úr GR varð þriðja en hún sigraði Melkorku Knútsdóttur úr GKG 2/1 í leiknum um þriðja sætið. Í undanúr- slitum mættust Saga og Melkorka og þar hafði Saga betur 3/1. Í hinni undanúrslita- viðureigninni hafði Ólöf María betur 2/1 gegn Evu. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, fagnaði sigri í flokki 14 ára og yngri en hann lék til KYLFINGAR FRÁ LANDSBYGGÐINNI SIGURSÆLIR - á Íslandsmóti unglinga í holukeppni á Urriðavelli Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sér fræð­ inga við mat á fjárfestingarkostum og nýttu tækifærin á verð­ bréfa markaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins. Kynntu þér framúrskarandi þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund. www.mp.is Hafðu samband einkabankathjonusta@mp.is Nánari upplýsingar um fj árfestingarleiðir og verðskrá á www.mp.is eða í síma 540 3230. Eignastýring MP banka Ragnhildur Kristjánsdóttir. Tumi Hrafn Kúld á teig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.