Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 102
Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf?
Ég byrjaði í golfi 10 ára með því að fara á námskeið hjá Árna Jóns
hérna á Akureyri og ég vissi að mamma og pabbi elskuðu golf
þannig ég ákvað að gefa þessu séns og ég endaði á því að elska þessa
íþrótt.
Hvað er það sem heillar þig við golf?
Það sem heillar mig við golf er að allt er mögulegt, það getur allt
snúist við á einni holu.
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu?
Mínir framtíðardraumar eru komast í háskóla úti, byrja smátt á litlu
mótaröðunum þar og vinna mig upp.
Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum?
Ég hafði verið að bæta mig pínulítið með hverju árinu en núna þá
er ég búinn að bæta mig ótrúlega mikið, slæ beinna og lengra, töl-
fræðin orðin miklu betri hjá mér og ég vonast til að forgjöfin lækki
mikið í sumar.
Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna?
Minn helsti kostur er að ég gefst aldrei upp og ókostur er að ég
æfi mig ekki nógu markvisst.
Hvað er það sem þú ætlar helst að bæta í sumar?
Ég ætla að bæta stutta spilið í sumar.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi?
Eftirminnilegasta atvik sem ég man eftir er þegar ég spilaði með
Fannari Inga á Hellu 2013, þetta var ótrúlegasti hringur sem ég hef
séð.
Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvell-
inum?
Ég hef ekki lent í neinu voðalega vandræðalegu úti á golfvelli.
Þegar ég var 12 ára var ég beðinn um að ná í nándarverðlauna-
rblað á 6. holu á Jaðarsvelli og ég fékk golfbíl til að ná í mið-
ann. Ég keyrði óvart í litla holu á veginum og eyðilagði
golfbílinn og framkvæmdarstjórinn var brjálaður.
Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af
hverju?
Uppáhaldskylfingurinn minn er
Ian Poulter, hann gengur í svo
flottum fötum og er með
gott hugarfar.
Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu?
Ég er í Verkmenntaskólanum á Akureyri og það gengur rosalega vel.
Hvað æfir þú mikið í hverri viku?
Ég æfi mig á hverjum degi og ég reyni að æfa mig að minnsta kosti 2
tíma á dag yfir sumarið en yfir veturinn þá æfi ég mig minna vegna
skólans og vinnu.
Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna?
Uppáhalds golfvöllurinn minn er Urriðavöllur, hann er svo flottur
og hann hentar mér mjög vel.
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér?
3. holan á Akranesi, Bergvíkin í Leirunni og 7. holan á Urriðavelli.
Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér með-
töldum?
Það er auðvitað pabbi gamli, Rory McIlroy og Bill Murray.
Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf?
Fótbolti.
UNGUR & EFNILEGUR – TUMI HRAFN KÚLD
ÁKVAÐ AÐ GEFA
ÞESSU „SÉNS“
STAÐREYNDIR:
Nafn: Tumi Hrafn Kúld
Aldur: 17 ára
Forgjöf: 4,4
Klúbbur: Golfklúbbur Akureyrar
Uppáhaldsmatur: Píta
Uppáhaldsdrykkur: Vatn
Uppáhaldskylfa: Pútterinn
Ég hlusta á: Allt
Besta skor: 68 á Jaðarsvelli
Rory McIlroy eða Tiger Woods?
Tigerinn
Strand- eða skógarvellir?
Strandvellir
Besta vefsíðan: kylfingur.is
Besta blaðið: Golf á Íslandi
Besta bókin: Grafarþögn er í
miklu uppáhaldi
Besta bíómyndin: Rain man
Hvað óttastu mest í golfinu? Ég
óttast ekki neitt
Golfpokinn
Dræver: Titleist 913 D3
Brautartré: Titleist 910 F
Járn: Mizuno MP4
Fleygjárn: Titleist Vokey 52, 56
og 60 gráður
Pútter: Scotty Cameron Montery
1.5
Hanski: Footjoy GT Xtreme
Skór: Ecco Bio
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
102