Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 114
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
114
Hörð keppni og
frábær stemmning
„Stemmningin er frábær á Sjávarútvegsmóta-
röðinni. Kylfingar á Vestfjörðum sækja hana
mjög vel og hafa gaman af því að keppa við
félaga sína á völlunum hér á Vestfjörðum.
Verðlaunin eru góð í mótunum og einnig í
stigakeppninni þannig að það hjálpast allt að
til að gera þetta skemmtilegt,“ segir Kristinn
Þórir Kristinsson, annar tveggja umsjónar-
manna Sjávarútvegsmótaraðarinnar og félagi í
Golfklúbbi Ísafjarðar.
Sjávarútvegsmótaröðin á Vestfjörðum er vin-
sælasti golfviðburðurinn þar enda er leikið
allt sumarið á öllum völlum á svæðinu.
Leikið er í karla-, kvenna-, öldunga- og unglingaflokki á
mótaröðinni. Leiknar eru 36 holur hverja keppnishelgi
sem eru fjórar. Fimm mót af sjö telja. Sjávarútvegsfyrir-
tæki á hverjum stað gefa verðlaun en
þetta eru fyrirtækin Oddi, Þórs-
berg, Íslandssaga, Klofningur,
Jakob Valgeir, Blakknes og HG.
Fyrstu keppnishelgina í sumar var leikið
á Patreksfirði og Bíldudal í boði Odda og Þórsbergs. Næstu
keppnishelgi í byrjun júlí var svo leikið á Tungudals-
velli á Ísafirði í boði Íslandssögu og svo á Þingeyri í boði
Klofnings. Næstu mót þar á eftir eru á Bolungarvík og
lokamótið, HG Gunnvör, verður í ágúst á Tungudalsvelli á
Ísafirði. Að því loknu uppskeruhátíð og verðlaunaafhending
fyrir stigakeppnina. Með Kristni hefur Óðinn Gestsson
staðið í mótahaldinu með Sjávarútvegsröðina.
Golfferðastemmning
Algengt er að þátttakendur gisti á þeim stöðum þar sem
mótin fara fram, ýmist á gistiheimilum eða hjá vinum
eða ættingjum. Það skapast því golfferðalagastemmning
í kringum mótin sem eru opin öllum en heildarstiga-
keppnin er einungis fyrir kylfinga í klúbbum á Vestfjörðum.
Verðlaun fyrir efsta sætið í öllum flokkum í heildarstiga-
keppninni eru 50 þús. kr., 20 þús. fyrir 2. sætið og 10 þús.
fyrir 3. sætið. Þá eru einnig verðlaun í hverju móti fyrir sig.
Þannig að til mikils er að vinna.
Kristinn Þórir Kristinsson,
annar tveggja umsjónar-
manna Sjávarútvegs-
mótaraðarinnar lætur sig
ekki muna að slá og horfa
svo í linsuna.
FÖSTUDAGUR TIL FJÁR
Á AÐ LÆKKA FORGJÖFINA Í SUMAR?
Fyrir 320 kall og með
smá heppni gætirðu
farið á fimm daga
einkanámskeið hjá
Bubba Watson.
STÓRT
HUGSAÐU
OG SKELLTU ÞÉR Á MIÐA
krónur
J
A
N
Ú
A
R