Golf á Íslandi - 01.07.2014, Qupperneq 120

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Qupperneq 120
komu frá fjórum heimsálfum. Gestir mótsins voru gríðarlega ánægðir enda var stuttbuxna- veður báðar næturnar sem leikið var og aðstæður voru fullkomnar. Það hafa verið 50 erlendir keppendur á mótinu og við viljum fá fleiri erlenda gesti. Það er hægt að leika mið- næturgolf á Jaðarsvelli í allt að fimm vikur á hverju ári og það er verkefni fyrir okkur að bjóða upp á fleiri slíka viðburði.“ Jaðarsvöllur hefur mátt þola ýmislegt í gegnum tíðina yfir vetrartímann og oft hefur móðir náttúra leikið völlinn grátt. Ágúst segir að veturinn hafi í raun verið venjulegur. „Hér var ekki „hamfaravetur“ eins og á SV- horninu. Það má segja að það sem gerðist á SV-horninu hafi í raun verið venjulegur norðlenskur vetur með klakamyndun og kali í kjölfarið. Hér var ástandið þokkalegt, mikill snjór var á flötunum og því erfiðara að hreinsa flatirnar yfir veturinn. Við vorum duglegir að taka snjó og klaka af flötunum, og við notuðum hitakapla sem gafst vel. Hér á Jaðarsvelli vorum við farnir að vökva flatirnar og bera áburð á grasið í apríl þrátt fyrir að snjór væri yfir vellinum sjálfum. Við kveiktum á vökvunarkerfinu og vorum að vökva með 30-50 cm snjó yfir vellinum. Það skilaði góðum árangri.“ Íslandsmót og stórafmæli 2015 Miklar breytingar hafa átt sér stað á Jaðars- velli á undanförnum árum en eins og áður segir sér fyrir endann á stærstu breyting- unum. Næsta stóra verkefni er að búa til nýtt æfingasvæði þar sem að 8. og 9. braut eru til staðar í dag. „Í haust byrjum við að leika inn á nýjar brautir sem yrðu þá 5. og 6. sem eru nyrsti hluti vallarins og þar verða tvær skemmti- legar brautir í miklu landslagi. Lokaholan á fyrri 9 holunum yrði þá 7. brautin. Þar sem áttunda og níunda brautin er núna verður nýtt æfingasvæði. Ef samningar takast við Akureyrarbæ þá er markmiðið að reisa æfingaskýli sem yrði ekki ósvipað því sem við þekkjum frá Urriðavelli og einnig yrði æfingavöllur í ætt við Grafarkotsvöll í Grafar- holti við enda æfingasvæðisins. Við myndum nota gömlu 8. flötina sem hluta af þessum velli sem yrði skemmtilegur. Ef af þessu verður þá verður draumaaðstaða kylfingsins til staðar hér á Jaðarsvelli,“ segir Ágúst. Íslandsmótið fer fram á Jaðarsvelli 2016 – en GA fagnar 80 ára afmæli sínu á næsta ári. Ágúst segir mikla tilhlökkun ríkja hjá fé- lögum í GA en Íslandsmótið hefur ekki farið fram á Jaðarsvelli frá árinu 2000 þegar mótið var haldið í 16. sinn á Jaðarsvelli. „Það var markmiðið að halda Íslandsmótið í höggleik á Jaðarsvelli á afmælisárinu en við fáum það ári síðar sem er líka góður kostur. Flestum stórum framkvæmdum við völlinn er lokið – tvær nýjar brautir verða teknar í notkun á næsta sumri og við horfum björtum augum til framtíðar. Jaðarsvöllur er að mínu mati svipaður og Korpan. Þú ert ekki alltaf með dræverinn á teignum, þarft að hugsa aðeins á teig.“ Ágúst er ekki enn farinn að tala með norð- lenskum áherslum en hann er afar stoltur af Jaðarsvelli sem hann telur vera í hópi bestu golfvalla landsins. „Við eigum að vera stolt af Jaðarsvelli, þetta er stórkostlegur völlur. Við vinnum ekki baráttuna við móður náttúru en við getum unnið með henni. Það eru stór skref unnin á hverjum vetri og fyrr eða síðar finnum við réttu aðferðirnar sem skila vell- inum í góðu ástandi að vori á hverju einasta ári,“ sagði Ágúst Jensson. Á 13. braut er splunkuný flöt. Fjórtánda, par 3 sést fyrir aftan. Sjötta brautin er par 3 og er alltaf erfið. Nýr teigur hefur verið gerður á 11. braut en þar er líka ein af nýjum flötum Jaðarsvallar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.