Golf á Íslandi - 01.07.2014, Blaðsíða 120
komu frá fjórum heimsálfum. Gestir mótsins
voru gríðarlega ánægðir enda var stuttbuxna-
veður báðar næturnar sem leikið var og
aðstæður voru fullkomnar. Það hafa verið 50
erlendir keppendur á mótinu og við viljum fá
fleiri erlenda gesti. Það er hægt að leika mið-
næturgolf á Jaðarsvelli í allt að fimm vikur á
hverju ári og það er verkefni fyrir okkur að
bjóða upp á fleiri slíka viðburði.“
Jaðarsvöllur hefur mátt þola ýmislegt í
gegnum tíðina yfir vetrartímann og oft hefur
móðir náttúra leikið völlinn grátt. Ágúst segir
að veturinn hafi í raun verið venjulegur.
„Hér var ekki „hamfaravetur“ eins og á SV-
horninu. Það má segja að það sem gerðist
á SV-horninu hafi í raun verið venjulegur
norðlenskur vetur með klakamyndun og
kali í kjölfarið. Hér var ástandið þokkalegt,
mikill snjór var á flötunum og því erfiðara
að hreinsa flatirnar yfir veturinn. Við vorum
duglegir að taka snjó og klaka af flötunum,
og við notuðum hitakapla sem gafst vel.
Hér á Jaðarsvelli vorum við farnir að vökva
flatirnar og bera áburð á grasið í apríl þrátt
fyrir að snjór væri yfir vellinum sjálfum. Við
kveiktum á vökvunarkerfinu og vorum að
vökva með 30-50 cm snjó yfir vellinum. Það
skilaði góðum árangri.“
Íslandsmót og stórafmæli 2015
Miklar breytingar hafa átt sér stað á Jaðars-
velli á undanförnum árum en eins og áður
segir sér fyrir endann á stærstu breyting-
unum. Næsta stóra verkefni er að búa til nýtt
æfingasvæði þar sem að 8. og 9. braut eru til
staðar í dag.
„Í haust byrjum við að leika inn á nýjar
brautir sem yrðu þá 5. og 6. sem eru nyrsti
hluti vallarins og þar verða tvær skemmti-
legar brautir í miklu landslagi. Lokaholan á
fyrri 9 holunum yrði þá 7. brautin. Þar sem
áttunda og níunda brautin er núna verður
nýtt æfingasvæði. Ef samningar takast við
Akureyrarbæ þá er markmiðið að reisa
æfingaskýli sem yrði ekki ósvipað því sem
við þekkjum frá Urriðavelli og einnig yrði
æfingavöllur í ætt við Grafarkotsvöll í Grafar-
holti við enda æfingasvæðisins. Við myndum
nota gömlu 8. flötina sem hluta af þessum
velli sem yrði skemmtilegur. Ef af þessu
verður þá verður draumaaðstaða kylfingsins
til staðar hér á Jaðarsvelli,“ segir Ágúst.
Íslandsmótið fer fram á Jaðarsvelli 2016 – en
GA fagnar 80 ára afmæli sínu á næsta ári.
Ágúst segir mikla tilhlökkun ríkja hjá fé-
lögum í GA en Íslandsmótið hefur ekki farið
fram á Jaðarsvelli frá árinu 2000 þegar mótið
var haldið í 16. sinn á Jaðarsvelli.
„Það var markmiðið að halda Íslandsmótið í
höggleik á Jaðarsvelli á afmælisárinu en við
fáum það ári síðar sem er líka góður kostur.
Flestum stórum framkvæmdum við völlinn
er lokið – tvær nýjar brautir verða teknar í
notkun á næsta sumri og við horfum björtum
augum til framtíðar. Jaðarsvöllur er að mínu
mati svipaður og Korpan. Þú ert ekki alltaf
með dræverinn á teignum, þarft að hugsa
aðeins á teig.“
Ágúst er ekki enn farinn að tala með norð-
lenskum áherslum en hann er afar stoltur af
Jaðarsvelli sem hann telur vera í hópi bestu
golfvalla landsins. „Við eigum að vera stolt af
Jaðarsvelli, þetta er stórkostlegur völlur. Við
vinnum ekki baráttuna við móður náttúru
en við getum unnið með henni. Það eru stór
skref unnin á hverjum vetri og fyrr eða síðar
finnum við réttu aðferðirnar sem skila vell-
inum í góðu ástandi að vori á hverju einasta
ári,“ sagði Ágúst Jensson.
Á 13. braut er
splunkuný flöt.
Fjórtánda, par 3
sést fyrir aftan.
Sjötta brautin er par 3
og er alltaf erfið.
Nýr teigur hefur verið
gerður á 11. braut en
þar er líka ein af nýjum
flötum Jaðarsvallar.