Golf á Íslandi - 01.07.2014, Page 122
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
122
„Ég setti mér markmið fyrir nokkrum árum
að verða fyrsta konan til þess að sigra á Arc-
tic Open, það tókst í ár. Ég stefndi einnig á
að komast í afrekssveit Golfklúbbs Akureyrar
og lækka forgjöfina um 5 högg á þessu ári og
það er að takast.“
„Ég hef lítið spilað undanfarin tvö ár eftir að
ég eignaðist þriðja barnið í ágúst 2012. Ég
var með stelpuna nánast á öðrum hand-
leggnum síðasta sumar á meðan ég reyndi að
spila golf af og til.“
Hafði aldrei snert golfkylfu áður en
hún kynntist manninum sínum
„Ég hafði aldrei snert golfkylfu og mér fannst
þetta hrikalega hallærisleg íþrótt áður en
ég kynntist manninum mínum Jason James
Wright úti í Englandi. Hann
var mjög snöggur að snúa
þessari skoðun minni við. Ég
sló nokkra bolta í eina viku
úti á æfingasvæði á Englandi
áður en ég fór út á völl í fyrsta
sinn fyrir fimm árum. Frá
þeim tíma hefur þessi íþrótt
alveg heltekið mig. Jason var
fyrst að aðstoða mig og kenna
mér þangað til að ég lærði að
segja honum að „halda kjafti“ og
hann fékk Brian Jensen golfkennara
GA til að taka mig að sér. Ég æfði
gríðarlega mikið í vetur – í tvo tíma á
dag í Golfbæ, inniæfingaaðstöðu GA.
Ég er á sveitakeppnisæfingum hjá
GA og ég æfi mikið.“
„Ég æfði fótbolta þegar ég var yngri
en ég hef ekki mikla reynslu sem
keppnisíþróttakona – en keppnis-
skapið er til staðar. Samt ekki
þannig að ég sé alveg „snar-
brjáluð“ úti á velli – ég reiðist aldrei og hlæ
bara af vitleysunni sem ég geri og það er
betra að mínu mati.“
Brynja á þrjú börn á aldrinum 2-17 ára og
hún segir að konur láti oft barneignir og
barnauppeldi stöðva sig í því að fara í golfið.
Við Jason spiluðum mjög sjaldan saman
enda skiptumst við á að leika golf. Félags-
legi þátturinn er oftast stærsta hindrunin
í golfinu. Fyrsta golfmótið sem ég tók þátt
í var Hatta-og pilsamótið hjá GA sem er á
léttum nótum og frábært mót. Eftir það var
ég „mótasjúk“ og ég reyni að keppa eins
mikið og ég get. Það varð til þess að ég er
formaður mótanefndar GA,“ segir Brynja
og hlær.
„Það sem mér fannst erfiðast við að byrja í
golfi var að ég kom ein til Íslands á sínum
tíma áður en Jason flutti. Ég skráði mig í
klúbbinn hér á Akureyri og ég þekkti
ekki neinn í golfinu.
Mér leið ekki vel í fyrstu að hafa
ekki golffélaga til að leika með,
mér fannst það erfiðasta skrefið
að „fá“ að skrá mig í rástíma
með öðrum en ég áttaði mig
fljótlega á því að það eru
allir tilbúnir að leika með
hverjum sem er hérna í
GA. Það eru allir jafnir úti
á velli.“
Brynja fór niður í 26 í for-
gjöf á fyrsta ári sínu í GA og
hún er með skýr markmið
um framhaldið.
„Ég ætla að æfa meira og
komast niður í meistara-
flokksforgjöf, 4,4. Það er
bara þannig. Ég fór með
það sem markmið í sumar
að spila undir 85 högg, sem ég náði bara rétt
áður en þú hringdir mig. Ég ætlaði að vinna
Arctic Open, það tókst, ég ætlaði einnig að
spila upp fyrir mig í flokki á meistaramótinu,
það tókst og þar endaði ég í þriðja sæti. Ég
byrjaði sumarið í 18,3 forgjöf og er núna
með 13,9 og ég þarf að lækka mig um 0,6 til
að ná markmiðunum sem ég setti fyrir þetta
sumar.“
Stefnir á að leika á Eimskipsmóta-
röðinni á Jaðarsvelli
Brynja er nú þegar búinn að setja sér ný
markmið og hún stefnir á að leika á Eim-
skipsmótaröðinni þegar keppt verður á
Jaðarsvelli í fyrsta sinn í rúman áratug í
ágúst. „Mig langar að taka þátt, prófa og
öðlast meiri keppnisreynslu. Ég er bara
þannig gerð að þegar ég fer í eitthvað þá geri
ég hlutina af krafti og læt ekkert stöðva mig,“
segir Brynja en hún glímir við ólæknandi
sjúkdóm sem nefnist Crohns sem er lang-
vinnur bólgusjúkdómur í þörmum. „Sjúk-
dómurinn hefur legið að mestu leyti í dvala
eftir að ég eignaðist þriðja barnið. Þetta lýsir
sér þannig að ég er oft mjög þreytt og orku-
laus þegar þessi tímabil standa yfir,“ segir
Brynja.
Hún ætlar að bæta sig í því að lesa púttlínuna
á næstunni og segir það vera sinn helsta
veikleika í golfíþróttinni.
„Veikleiki minn í golfinu er að lesa pútt-
línuna en styrkleiki minn er að ég er högg-
löng – allavega miðað við aðrar konur sem
ég hef leikið með. Ég er vön því að spila
mikið með strákum og það hefur kannski
eflt mig í því að slá langt,“ sagði hin kraft-
mikla Brynja Herborg Jónsdóttir við Golf á
Íslandi.
SNERTI GOLFKYLFU Í
FYRSTA SINN FYRIR
FIMM ÁRUM
- Brynja Herborg er
fyrsta konan sem
sigrar á Arctic Open
– stefnir á að komast
í 4 í forgjöf
Brynja Herborg Jónsdóttir var þrítug
tveggja barna móðir þegar hún fór út
á golfvöll í fyrsta sinn. Á þeim tíma
fannst henni golfíþróttin vera hallæris-
leg og hún hafði aldrei snert á golfkylfu
fyrr en hún kynntist manninum sínum
Jason James Wright úti í Englandi.
Nú fimm árum síðar er Brynja með
rúmlega 13 í forgjöf og hún náði einu
af markmiðum sínum á dögunum með
því að verða fyrsta konan sem sigrar á
Arctic Open hjá Golfklúbbi Akureyrar
þar sem hún býr. Það er óhætt að segja
að golfíþróttin hafi heltekið Brynju á
þessum fimm árum og hún eignaðist
sitt þriðja barn fyrir rúmum tveimur
árum og þarf því að skipuleggja tíma
sinn vel til að ná settu marki.