Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 126

Golf á Íslandi - 01.07.2014, Síða 126
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 126 Þetta ár hefur verið eins og draumur fyrir þig. Það hlýtur að hafa verið erfitt að halda áttum? Ég er svo heppinn að hafa virkilega gott fólk í kringum mig. Fjölskylda mín og kærastan mín hafa reynst mér vel. Pabbi er fyrsti maðurinn til að kippa mér niður á jörðina þegar ég er farinn að ofmetnast. Vinir mínir tala stundum um þennan árangur og hversu ríkur ég á eftir að verða og allt það, og þá er auðvelt að láta sig dreyma, en svo eru aðrir vinir sem ég spila með fljótir að láta mig heyra það ef ég slæ slæmt högg eða spila ekki nógu vel. Hvað finnst þér það merkilegasta sem þú hefur áorkað til þessa? Ég held að sigurinn á bandaríska áhuga- mannamótinu sé besti árangurinn minn enn sem komið er. Það var mjög gaman að fá Silfurmedalíuna og frábær reynsla að spila á Opna bandaríska. En með fullri virðingu fyrir hinum áhugamönnunum sem þarna voru, þá voru þeir bara sjö talsins, þann- ig að sigurlíkurnar voru auðvitað nokkrar. Á áhugamannamótinu er mikill fjöldi; þetta er holukeppni sem tekur marga daga, þann- ig að sigur þar er miklu erfiðari. Ég spilaði mjög vel; var með Alex bróður minn á pokanum og fjölskylduna á staðnum, þannig að þetta var frábær reynsla. En hvað með Mastersmótið? Það var auðvitað mjög skemmtilegt. Ég naut reynslunnar og Augusta er auðvitað einstakur völlur. Mitt markmið var að komast í gegnum niðurskurðinn, en mér tókst það ekki. Kannski var ég að búast við betri árangri. Allir kepptust við að segja mér hversu vel ég hefði staðið mig, en ég var sjálfur óánægður með spilið. Ég vissi síðan ekki sjálfur hversu nærri ég var því að komast í gegn; ég hefði kannski komið að næst síðasta púttinu með öðru hugarfari, hefði ég gert mér grein fyrir því. Þú spilaðir æfingahring með Rory; spilaðir svo fyrstu hringina með Scott og Duffner. Svo spilaðir þú með Rose og Mickelson á Pinehurst. Hvað lærðir þú af þessum meisturum? Ég nýtti auðvitað tækifærið og spurði þá spjörunum úr, um reynslu þeirra af því að gerast atvinnumenn, hvernig þeir skipuleggja golfið, markmið þeirra og annað. Ég lærði mikið af þessu, og stundum man ég litlu hlutina, eins og þegar ég stend yfir boltanum, þá hugsa ég allt í einu; ´já, Adam gerði þetta´ eða ´Phil sló þennan bolta svona´. Því meiri reynslu sem ég öðlast, því betra, því ég hef jú bara spilað í fjórum mótum síðan ég gerðist atvinnumaður. Ég er þannig ennþá að læra, og vonandi verð ég einhvern tímann eins góður og þeir. Höfðu þessi ráð frá þeim áhrif á ákvörðun þína að gerast atvinnumaður? Ég var búinn að tala um þetta í nokkurn tíma, aðallega við foreldra mína og þjálfara; spurningin var bara um tímasetningu. Mig langaði auðvitað mikið að spila á Opna bandaríska og reyna að sigra þar sem áhuga- maður. Nú fæ ég auðvitað ekki lengur sjálf- krafa keppnisrétt á því móti, en ég vona að mér takist að komast að. Verður breytingin auðveld fyrir þig? Þetta er stórt skref – en þetta er líka næsta skref. Breytingin verður talsverð, til dæmis vegna þess að holukeppni er mun algengari meðal áhugamanna, og það eru mun minni væntingar gerðar til manns, þegar maður fer í stórmót eins og Masters. Núna er ég í raun að spila upp á framtíðina. Ég hef fengið boð á sjö atvinnumannamót á þessari leiktíð, og þarf að spila vel til að fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Ég hef líka hugsað mér að spila á Challenge mótaröðinni, og reyna að komast þannig inn. Saga Fitzpatricks til þessa 2004 FEBRÚAR Faðir hans, Russel, fær hann til að byrja í golfi. Gengur í Hallamshire klúbbinn níu ára að aldri. 2005 JÚLÍ Fitzpatrick sigrar á ungl- ingamótinu á Hallamshire vellinum. 2007 Er í sigurliði Hal- lamshire í Breska unglingameist aramótinu. Spilar í liði Englands á Unglinga- meistaramóti á La Manga vell- inum á Spáni. 2008 Sigrar á fjölda móta, bæði fyrir unglinga og full- orðna kylfinga, þar á meðal á Captain’s Cup mótinu, Hallams- hire Cup, Fjórleik og Meistaramóti Hallamshire í fyrsta skipti sem hann tekur þátt, aðeins 13 ára gamall. 2010 2012 2013 2013 Sigrar aftur á Meistaramóti Hallamshire. MAÍ Tekur A-level próf í landa- fræði, sögu og leikfimi. Fær B, C og C. ÁGÚST Hefur yfir- burði á Breska drengjamótinu á Hollinwell vellinum. Sigrar í 36 holu úrslita- leik 10/8. Sigrar í þriðja skiptið í röð á Meistara- móti Hallams- hire. JÚLÍ Vinnur Silfur- medalíuna, sem besti áhuga- maðurinn á Opna breska meistara- mótinu. Endar í 44. sæti á 10 yfir pari; fimm höggum á undan Jimmy Mullen. Eftir sigurinn á Opna bandaríska áhugamanna (US Amateur) með fjölskyldunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.