Skák


Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 8

Skák - 06.03.2012, Blaðsíða 8
Reykjavíkurskákmótið 2011 Stefán Bergsson (Greinin er byggð á grein Gunnars Björnssonar sem birtist á skák.is að loknu móti) Dawid Kolka, Gauti Páll Jónsson, Jóhann Arnar Finnsson, Oliver Aron Jóhannesson, Heimir Páll Ragnarsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Nansý Davíðsdóttir, Vignir Vatnar Stefánsson og forstjóri Deloitte. Félaga sinn úr Rimaskóla, Jóhann Arnar Finnsson, vann Oliver í 8 manna úrslitum, 2-0. í undanúrslitum var það Dawid Kolka sem lá í valnum, 2-0, og í úrslitunum var það skákprinsessa Grafarvogs, Nansý Davíðsdóttir, sem tapaði báðum skákunum fyrir skólabróður sínum og liðsfélaga í a-sveit Rimaskóla. Nansý hafði áður unnió vin sinn Vigni Vatnar Stefánsson úr TR, klossmátaði Vigni á h8 í bráóabana þegar Vignir átti unnið tafl. Vignir, sá mikli baráttumaður, lét þaó ekki á sig fá og tryggði sér 3. sætið með einvígissigri á Dawid Kolka, 2-0. Blindskákfjöltefli Fyrir sterkan skákmann er erfitt að tefla eina blindskák í einu án þess að ruglast neitt. En íýrir ofurstórmeistarann og Úkraínumanninn Evgenij Miros- hnichenko var lítið mál að tefla við tíu í einu rétt fyrir Reykjavíkurskákmótið. Viðburóurinn vakti mikla athygli fjölmiðla en „Míró“ lagði alla andstæðinga sína nema Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Guðfríóur bauð jafntefli með unna stöðu þar sem brjóstagjöf handa dóttur hennar var aðkallandi, en Úkraínumaðurinn sýndi þá mikla séntilmennsku og kaus fremur að gefa en þiggja jafntefli! Fleiri viðburóir settu svip sinn á mótið Guðfríður Lilja og Óttarr Proppé, stjórnarformaður Skákakademíu Reykjavíkur, við upphaf fjölteflisins. og má nefna Vin Open, Chess pub-quiz og fótboltaleik milli íslenska og erlendra keppenda. Sigurvegarar Sex sigurvegarar uróu á mótinu. Úkraínumennirnir Yuriy Kuzubov, Vladimir Baklan og Illya Nyzhnik, Bos- níumaóurinn Ivan Sokolov, Pólverjinn Kamil Miton og Norðmaðurinn Jon I.udvig Hammer. Kuzubov var hæstur á stigum enda á toppnum allan tímann. Nyznhik er að sjálfsögðu langyngsti sigur- vegari Reykjavíkurmótanna frá upphafi. Reykjavíkurskákmótið var jafnframt Norðurlandamót í skák og Norður- landameistarar urðu Jon Ludvig Hammer, Það var ýmislegt sérstakt við Reykjavíkurskákmótió 2011. Keppendur hafa aldrei verið fleiri, stórmeistarar hafa aldrei verið fleiri og erlendir gestir hafa aldrei verið fleiri. Lykilorðið er fleiri! Fjöldi vel heppnaðra viðburóa setti svo sinn svip á mótið. Af 166 keppendum voru 67 innlendir og 99 erlendir. Og stigahækkun íslenskra skákmanna var umtalsverð en íslenskir keppendur hækkuðu urn alls 300 skák- stig! íslendingar náðu hins vegar aldrei aó blanda sér í toppbaráttuna. Hannes Hlífar var þó í lok mótsins aðeins xh vinn- ingi á eftir efstu mönnum. Guómundur Gíslason krækti sér í sinn þriðja áfanga aó alþjóðlegum meistaratitli. Og mótið fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun og má þar nefna RÚV, Kastljósið, Morgunblaóið, Fréttablaðið og Viðskiptablaóið. Reykjavíkurmótið er meira en bara skákmót; skákhátíð ríkir í Reykjavíkurborg rúma viku í mars ár hvert. Var það niikið heillaspor sem var stigið í forsetatíó Björns Þorfinnssonar að halda Reykjavíkurskákmótið ár hvert. Gælt var við skákgyðjuna á fleiri máta en með mótinu sjálfu: Efnt var til kvennaskákmóts í einu hádeginu þar sem Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sigraði glæsilega á. Margar sterkar skákkonur vel yfir 2000 stig tóku þátt en lagói Jóhanna þær allar. Reykjavík Barna-Blitz er árlegt hrað- skákmót barna sem haldið er í samvinnu við taflfélög borgarinnar sem sjá um undanrásir. Úrslitin fara svo fram með- fram Reykjavíkurskákmótinu og 2011 sigraði Oliver Aronjóhannesson. Efnt var til hraðskákeinvígis milli Sokolovs og Helga Ólafssonar. Einvígið fór fram í höfuðstöðvum Deloitte og var geysilega spennandi og ein skákin yfir 100 leikir. Fór svo að Sokolov sigraði 3-1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.