Skák

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skák - 06.03.2012, Qupperneq 27

Skák - 06.03.2012, Qupperneq 27
íslendingar væru að eignast nýja skák- stjörnu. Fyrir vikið eltu fjölmiðlar mig á röndurn í nokkra daga. Ég baðaði mig í ljóma sviðsljóssins, naut óspart frægðar rninnar og hafði ekki undan að taka við heillaóskum. Þegar ég brást hins vegar vonum heimsins með klaufalegu tapi í 8. umferð brá svo við að fjölmiðlar misstu áhuga á nýjabruminu en lengi á eftir var ég spurður á förnum vegi af mörgum sem ekki eru innvígðir í skákheiminn hvort ég hefði ekki örugglega unnið mótið. Svona sýnir nú frægð heimsins sig hverfula og er ýmsum hollt að hafa það í huga, eða eins og Rómverjar orðuðu þaó: „Sic transit gloria mundi.“ Hér fýlgja með skýringum tvær skákir, þar sem ég kom við sögu, auk einnar skákar Friðriks. Fyrsta skákin er með skýringum Jprns Sloths, sem ég snaraði upp úr Danska skákblaðinu, en su önnur með skýringum Helga Ólafssonar með örlítilli viðbót frá mér. Loks skýri ég stuttlega skák Friðriks gegn Rantanen. Einnig er ein stöðumynd með skýringum Jprns Sloths úr skák þar sem úthaldið brást og Sveinbirni Sigurðssyni varð hált á svellinu og gerði afdrifarík mistök gegn Malmdin en þá skák hafði Sveinbjörn teflt vel lengst af. Einnig er annað dæmi úr skák minni úr 8. umferð en fjölmörg önnur mætti sýna úr mótinu en ljóst er að öldungar eru því miður ekki síungir og aldurinn tekinn að taka sinn toll af einbeitingunni. Fyrst skulum við skoða hvernig Norðurlandameistarinn „tók rnig í bakaríið" eins og Guðmundur Agústsson bakari og skákmeistari var vanur að kveða að orði. Hvítt: Bragi Halldórsson Svart: Jprn Sloth Við töluðum stuttlega sarnan fyrir skákina. íslendingar eru allt of skyn- samir til að nota hina heimskulegu og umburðarlausu FIDE-reglu: efkeppandi er ekki sestur við borðið þegar umferð Sigurvegarinn, J0rn Sloth frá Danmörku hefst tapar hann skákinni! En án þess að þessi refsivöndur vofi yfir erum við Bragi sestir við borðið aðeins fyrir tímann. Hann er 62 ára menntaskólakennari og starfar enn í hlutastarfi. Hann tefldi á stúdentamótum, fyrst 1972, en auðvitað aðeins síðar en ég. 1. d4 e6 2. c4 Bb4+ Hann tók eins og ég átti von á ekki boðinu urn að tefla gegn franskri vörn (2. e4!). Eftir 2. c4 haga ég rnér oftast eins og ég sé vel upp aiinn með því að leika 2. .. .Rf6. En Paul Keres (1916-1975) skákaði stundum svona með biskupnum. Og ég var líka undir áhrifum eftir spjall við Friðrik Ólafsson nokkrum dögum fyrr um átrúnaðargoð mitt. 3. Rc3 Nú gat ég aftur hagað mér eins og ég væri vel upp alinn með 3- .. .Rf6. A yngri árum lék Keres 3. .. .c5. Síðast þegar hann fékk þessa stöóu lék hann 3. .. .f5. En þeirri skák tapaði hann móti Najdorf í Los Angeles 1963- 3.. .b6!?4. e4 Bb7 Nú er komin upp staða í Enskum leik - sem Rússinn Ilja Odesskij kallaði „ömurlegu byrjunina" en hann hefur skrifað athyglisverða bók um hana. Ég hef stundum teflt hana en þó rnest í hrað- skákum. Hún kemur oftast kórrétt upp eftir 1. d4 e6 2. c4 b6 3. e4 Bb7 og oft með framhaldinu 4. Rc3 Bb4. 5.f3 Þennan leik hafði ég ekki fengið fyrr á móti mér. Ég valdi hvassasta framhaldið. 5.. . f5 6. exf5 Rh6!? 7. Bxh6?! Ekki besti leikurinn. Hann er 7. fxe6 og nú t.d. 7. ... Rf5! 8. Bf4! með miklum flækjum þar sem ekki skaðar að vera vel undirbúinn. Eftir á að hyggja: Var það ekki ég sem - einnig - tefldi eins og öldungur gegn Braga Halldórssyni? Mér var bara ekki refsað fyrir þaó. 7.... Dh4+ 8. g3 Dxh6 9- Dd2 Dxd2 + 10. Kxd2 Rc6! Svartur stendur vel að vígi, - flott lið- skipan. 11. a3?! Bragi hugsaði aðeins nokkrar mínútur um þennan leik. Við skoðuðum saman 11. Rge2 Ra5!? sem við töldum gott fyrir svart. En nánari skoðun sýnir að 11. Rge2 er besti leikur hvíts - sem svartur svarar e.t.v. best með 11. .. .0-0-0 í stað 11. ... Ra5. 11. ... Rxd4! 12. axb4 Rb3 + Því fylgir vissulega áhætta að riddarinn komist ekki heill á húfi til baka frá al en ég mat það svo að það hlyti að takast. Og þegar öllu er á botninn hvolft er þetta líka feitur skiptamunur. Braga tókst ekki að skapa mér nein alvarleg vandamál í framhaldinu. 13. Ke3 Rxal 14. Bd3 a5 15. Rb5 Ke7 16. bxa5 Rb3 17. axb6 cxb6 18. fxe6 Hal 19. Rc3 dxe6 20. Bc2 Rc5 21. Rdl Hf8 22. h4 h6 23. Hh2 Hd8 24. Hd2 Hxd2 25. Kxd2 e5 26. f4 Re4+ 27. Ke3 Rd6 28. Rh3 Nxc4+ 29. Kd3 Ba6 30. Ke4 Hcl 31. Kd3 Ra3 + Og hvítur gafst upp. 0-1 í 3. urnferð fékk ég að beita uppáhalds- byrjun minni gegn Jóhanni Erni Sigur- jónssyni. Hvítt: Jóhann Örn Sigurjónsson Svart. Bragi Halldórsson Caro-Kann vörn 1. e4 c6 2. Re2 d5 3. e5 c5 Hér ber að varast að leika 3. ... Bf5 vegna 4. Rd4! eins og Bent Larsen sýndi fram á endur fyrir löngu. (BH: Annar skemmti- legur möguleiki með ntiklum flækjum er að leika 3. .. .d4!?, t.d. 4. Rg3 Dd5 5. f4 g5 6. d3 gxf4 7. Bxf4 Bh6 og svartur stendur vel að vígi.) 4. d4 Rc6 5. c3 Bg4 6. f3 Bf5 7. a3 e6 8. Be3 c4 9. b4 f6 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.