Skák


Skák - 06.03.2012, Page 35

Skák - 06.03.2012, Page 35
Norðurlandamót barnaskólasveita Rimaskóli Norðurlandameistari Helgi Árnason skólastjóri, Jóhann Arnar Finnsson, Kristófer Jóel Jóhannesson, Oliver Aron Jóhannesson, Nansý Davíðsdóttir, Svandís Rós Ríkharðsdóttir og Hjörvar Steinn Grétarsson þjálfari. Nemendur Rimaskóla unnu annað árið í röð gríðarsterkt Norðurlandamót barna- skólaskáksveita. Mótið fór að þessu sinni fram í bænum Hadsten í Danmörku, dagana 9.-11- september. Rimaskóli vann íslandsmót barnaskólasveita með yfirburðum í byrjun aprílmánaðar og sigurinn veitti þeim rétt á að keppa á Norðurlandamótinu með bestu skák- skólum hvaðanæva af Norðurlöndum. Skáksveit Rimaskóla hlaut 14 vinninga af 20 á mótinu, jafnmarga og sænski skólinn, en lokaviðureign þeirra tryggði Rimaskóla sigur. Sveit Rimaskóla var nokkuð breytt frá Norðurlandamótinu 2010 og yngri krakkar teknir við keflinu. Skólinn tefldi á Norðurlandamótinu í tíunda sinn frá því árið 2003 og var Norðurlandatitillinn sá fjórði. Norðurlandameistarar Rimaskóla 2011eru þau Oliver Aron Jóhannesson, Kristófer JóelJóhannesson, Nansý Davíðsdóttir, Jóhann Arnar Finnsson og Svandís Rós Ríkharðsdóttir. Hjörvar Steinn Grétarsson, hinn efnilegi landsliðsmaður í skák og fyrrverandi nemandi í Rimaskóla, var liðsstjóri og þjálfari krakkanna á mótinu og fararstjóri að venju var Helgi Arnason skólastjóri. Drengja- og telpnameistaramót íslands Fjölniskrakkar sigursælir Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harðarson (1728) urðu efstir og jafnir á Drengja- og telpnameistaramóti fslands sem fór fram helgina 5.-6. nóvember í Salaskóla í Kópavogi. Tefldu félagarnir úr Rimaskóla því einvígi um Islands- meistaratitilinn sem Jón Trausti vann. Oliver Aron Jóhannesson (1795) og Hrund Hauksdóttir (1521) urðu í 3.-4. sæti. Hrund varð því telpnameistari og Jón Trausti Harðarson, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson. Oliver piltameistari (13 ára og yngri). Nansý Davíðsdóttir og Sóley Lind Páls- dóttir urðu efstar og jafnar í stúlknaflokki (13 ára og yngri) og tefldu einvígi sem Nansý vann. Vekur mikla eftirtekt hversu margir verðlaunahafar koma úr Rimaskóia og Fjölni. Unglingameistaramót íslands Mikaeljóhann unglingameistari ís- lands Sigur Mikaels Jóhanns á unglingamóti íslands í nóvembermánuði kom nokkuð á óvart en í fjarveru Hjörvars Steins Grétarssonar og Sverris Þorgeirssonar mátti Daði Ómarsson teljast langsigur- stranglegastur. Mikael gerði sér hins vegar lítið fýrir og lagði Daða að velli og titillinn varð hans enda sýndi hann mikið öryggi gegn öðrum keppendum. íslandsmót unglingasveita Fjölnir íslandsmeistari Tímamót urðu í sögu Skákdeildar Fjölnis laugardaginn 19. nóvember þegar fyrsti Islandsmeistaratitillinn vannst í Krakkarnir úr Grafarvoginum þekkja sigurtilfinninguna vel. liðakeppni. A-sveit Fjölnis sigraði með óvenjumiklum yfirburðum á fjölmennu íslandsmóti unglingasveita. Sigurinn kom þó fáum á óvart því að í sveitinni eru unglingar sem hafa verið fremstir jafnaldra sinna á flestum skákmótum ársins auk þess að eiga sigursæla sögu sem íslands- og Norðurlandameistarar með Rimaskóla. Það eru þau Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harðarson og Hrund Hauks- dóttir sem skipa þessa ofursveit. Tefldar voru sjö umferðir og vann a-sveitin þær allar örugglega. I lokaumferðinni unnu Fjölnismenn Helli 4-0 en Hellismenn hafa unnið titilinn oftast eða 5 sinnum af þeim 9 skiptum sem mótið hefur farið fram. í öðru sæti varð Skákfélag íslands með 12 stig og 20 vinninga og í þriðja Taflfélag Reykjavíkur með 9 stig og 19 vinninga. Viðtal við Tómas Rasmus Hvenær byrjaðir þú að kenna skák? Veturinn 1980 til '81 í Varmalands- skóla í Borgarfirði, varþá nýútskrifaður kennari og mjög spenntur fyrir því að nota alls kyns spil, þrautir, skák og skemmtilega speki í kennslu. Hafði sjálfur kynnstþví sem nemandi í Kópavogsskóla hjá höfðingjanum Gísla Ólafi Péturssyni þegar ég var á aldrinum 10 til 12 ára. Gísli Ólafur Pétursson var mín fyrirmynd. Hvar hefurðu kennt skák? Eins og áður sagði byrjaði ég þennan fyrsta vetur minn í kennslu að kenna krökkum skák á Varmalandi í Borgarfirði. Síðan fluttum við hjónin á Eyrarbakka í Arnessýslu, en konan mín, HlífErlings- dóttir, er einnig kennari. Við bjuggum á Eyrarbakka í 17 ár og hélt ég utan um skákkennslu á Eyrarbakka allan þann tíma og skipti mér einnig afskólaskák á Suðurlandi. Var kjördcemisstjóri í skákinni í ca. 20 ár á Suðurlandi. Frá Eyrarbakka fluttum við á Flúðir og unnum þar í3 ár. Þarfékk ég einnig tœkifœri til að kenna krökkum skák. Árin 1998 til 2001 vorum við síðan á Ljósafossi í Grímsnesi, þar nýttum við skákina einnig sem hluta af kennslu hjá yngstu krökkunum. Frá 2002 hefég síðan starfað við Sala- skóla í Kópavogi og aldrei fyrr hefég fengið jafn öflugan og stóran hóp. En á öllum þessum stöðum hefur skákstarfið notið velvildar skólastjórnenda og sveitarfélagsins. Það ergeysilega mikils

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.