Skák - 06.03.2012, Qupperneq 53
netinu, einungis viðureignirnar á efstu
borðum voru sýndar hverju sinni. Það
var erfitt fyrir óþreyjufulla skákunn-
endur á íslandi. Heimasíðan var góð,
pistlar, myndir og viótöl við keppendur
eftir skákir. Meðal annars var viðtal við
Hjörvar eftir að hann náði stórmeistara-
áfanganum. Gott hefði verið að fá einn
frídag enda býsna strembið að tefla í níu
daga í röð án hvíldar.
Grikkir eru afskaplega léttir og skemmti-
legir og ekki annað hægt en að hrífast
með þeim. Ég varð eiginlega snortinn
af landi og þjóð. Sumir Grikkjanna, sem
voru væntanlega í fríi frá vinnu eða námi
á meóan á mótinu stóð, gerðu sér glaðan
dag á kvöldin, vöktu lengi og skemmtu
sér, sváfu svo út en sáu til þess að allt
væri tilbúið í tæka tíð fyrir hverja umferð,
sem hófst kl. 15.00. Marga Grikki langar
aó taka þátt í Alþjóðlega Reykjavíkur-
skákmótinu og vonandi eiga einhverjir
þeirra heimangengt.
Arangur liðsins
íslenska lióið varð í 26. sæti af 38
liðum. Mjög góður árangur í ljósi þess að
liðinu var raðað fyrirfram í 32. sæti. Það
varð jafnframt efst Norðurlandaþjóðanna
og er því óformlegur Norðurlanda-
meistari, en öll norrænu ríkin leggja
mikla áherslu á þessa keppni. Manni var
það alveg ljóst að hinar þjóðirnar spáðu
mikið í þetta og Danirnir óskuóu okkur
sérstaklega til hamingju með titilinn eftir
mót.
Frábært afrek í ljósi allra þeirra forfalla
sem urðu hjá íslenska liðinu síðustu
vikur og daga fyrir mótið. Svíar voru efstir
fyrir lokaumferðina, 2 stigum og 2'h vinn-
ingi fyrir ofan okkur. Við unnum Skotana
örugglega, 4-0. Ég og bræðurnir Þorfinns-
synir gátum varla leynt gleði okkur þegar
Pontus Carlsson samdi jafntefli gegn
Georgíumönnum og þar með var ljóst að
Svíar fengu aðeins 1 vinning og þar með
að titillinn væri okkar. Góður bónus ofan
á allt hitt.
íslenska liðið náði afar vel saman á
mótinu. Góð liðsheild og rnikil barátta
voru aðalsmerkin. Liðið gerði aðeins
eitt stutt jafntefli. Það gerði Hjörvar með
svörtu gegn Svartfellingum þegar ljóst var
að ekkert væri í stöðunni.
íslenska sveitin tefldi við tvær lakari
sveitir og lagði báðar örugglega. Teflt
var við tvær sveitir sem voru lítilsháttar
sterkari en við. Báóar lagðar. Teflt var vió
5 sveitir sem teljast mun sterkari. Allar
vióureignirnar töpuðust en aldrei með
stórum skelli; ýmist 2,5-1,5 eða 3-1.1
nánast öllum tilvikum var möguleiki á
jafntefli, 2-2.
Menn liðsins voru að sjálfsögðu Hjörvar
og Helgi.
Hjörvars þáttur frækna
Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er aðeins
18 ára, var nú valinn í annað skipti í
landslið íslands. Hann tefldi einnig á
Olympíuskákmótinu í fyrra í Síberíu en
var nú allt í einu kominn á 2. borð!
Hjörvar og Shirov - Upphafsleikir að skák ársins á
borðinu. Hjörvar eygir eitthvað í fjarska!
í fyrstu umferð fékk hann sjálfa
goðsögnina, Lettann Alexei Shirov, sem
hefur lengi teflt fyrir Spánverja. Og hvílík
skák! Sjálfur fléttukóngurinn mátti ekki
vió Hjörvari í flækjunum og sá sér þann
kost vænstan að gefast upp eftir 43 leiki.
Frábær byrjun!
I 3. og 5. umférð tefldi Hjörvar á
fyrsta borði og varð þar með yngsti
Islendingurinn til að fara fyrir lands-
liðinu síðan í Helsinki 1952 þegar Friðrik
Ólafsson tefldi á fyrsta borði, þá 17 ára, í
forföllum Eggerts Gilférs.
Hjörvar hélt áfram að standa sig vel
og eftir sjö umferðir var ljóst að loka-
áfanginn að alþjóðlegum meistaratitli var
kominn í hús. Enn voru möguleikar á
stórmeistaraáfanga en til þess þurfti allt
að ganga upp og minnst Vh vinningur að
korna í hús í tveimur síðustu skákunum.
I næstsíðustu urnferð mætturn við sjálfum
ólympíumeisturum Úkraínu, sem höfóu
ekki átt gott mót. Hjörvar mætti hinum
sterka skákmanni Pavel Eljanov, sem
nýlega náói alla leið upp í sjöunda sæti
á skákstigalista FIDE þótt hann hafi eitt-
hvað lækkað síðan. Hjörvari var boðið
jafntefli sem hann afþakkaði en bauð
skömmu síðar sjálfur jafntefli sem var
þegið.
Viö upphaf viðureignarinnar við Úkraínu
í lokaumferðinni fengum við Skota og
þar þurfti Hjörvar að sigra Graham Morr-
ison. Morrison þessi, sem er á miðjum
aldri, hafði átt gott mót, náð lokaáfanga
að alþjóðlegum meistaratitli rétt eins og
Hjörvar og meðal annars lagt Danmerkur-
meistarann, Allan Stig Rasmussen. En
hann hafði ekki roð við Hjörvari, sem
vann öruggan sigur.
Stórmeistaraáfangi í húsi og ekki nóg
meó það, því slíkur áfangi á EM landsliða
gildir tvölalt. Frábær árangur.
Helga þáttur ramma
Helgi Ólafsson hafði fyrir mótió ekki
teflt með íslenska landsliðinu síðan á
Ófympíuskákmótinu 2006. Hann hefur
lítið teflt kappskákir síðustu misseri og
einbeitt sér að skákþjálfún, en hann er
skólastjóri Skákskóla íslands og hefur
verið landsliðsþjálfari síðan 2009- Frurn-
raun hans sem liðsstjóri var á Ólympíu-
skákmótinu í fyrra, þar sem liðinu gekk
vonum framar.
Helgi Ólafsson hefur vakandi auga með skákum íslenska
liðsins
Helgi hvíldi í tveimur fyrstu skákunum,
kom svo inn í 3.-5. umféró og vann
þær skákir allar! Helgi hvíldi í 6. og 7.
umferð en kom inn aftur í þeirri áttundu
og gerði jafntefli við Úkraínumanninn
sterka Efimenko í góðri skák og vann
svo í níundu umferð. Að hafa Helga „á
bekknum“ var frábært. Hann gaf ekkert