Skák

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skák - 06.03.2012, Qupperneq 53

Skák - 06.03.2012, Qupperneq 53
netinu, einungis viðureignirnar á efstu borðum voru sýndar hverju sinni. Það var erfitt fyrir óþreyjufulla skákunn- endur á íslandi. Heimasíðan var góð, pistlar, myndir og viótöl við keppendur eftir skákir. Meðal annars var viðtal við Hjörvar eftir að hann náði stórmeistara- áfanganum. Gott hefði verið að fá einn frídag enda býsna strembið að tefla í níu daga í röð án hvíldar. Grikkir eru afskaplega léttir og skemmti- legir og ekki annað hægt en að hrífast með þeim. Ég varð eiginlega snortinn af landi og þjóð. Sumir Grikkjanna, sem voru væntanlega í fríi frá vinnu eða námi á meóan á mótinu stóð, gerðu sér glaðan dag á kvöldin, vöktu lengi og skemmtu sér, sváfu svo út en sáu til þess að allt væri tilbúið í tæka tíð fyrir hverja umferð, sem hófst kl. 15.00. Marga Grikki langar aó taka þátt í Alþjóðlega Reykjavíkur- skákmótinu og vonandi eiga einhverjir þeirra heimangengt. Arangur liðsins íslenska lióið varð í 26. sæti af 38 liðum. Mjög góður árangur í ljósi þess að liðinu var raðað fyrirfram í 32. sæti. Það varð jafnframt efst Norðurlandaþjóðanna og er því óformlegur Norðurlanda- meistari, en öll norrænu ríkin leggja mikla áherslu á þessa keppni. Manni var það alveg ljóst að hinar þjóðirnar spáðu mikið í þetta og Danirnir óskuóu okkur sérstaklega til hamingju með titilinn eftir mót. Frábært afrek í ljósi allra þeirra forfalla sem urðu hjá íslenska liðinu síðustu vikur og daga fyrir mótið. Svíar voru efstir fyrir lokaumferðina, 2 stigum og 2'h vinn- ingi fyrir ofan okkur. Við unnum Skotana örugglega, 4-0. Ég og bræðurnir Þorfinns- synir gátum varla leynt gleði okkur þegar Pontus Carlsson samdi jafntefli gegn Georgíumönnum og þar með var ljóst að Svíar fengu aðeins 1 vinning og þar með að titillinn væri okkar. Góður bónus ofan á allt hitt. íslenska liðið náði afar vel saman á mótinu. Góð liðsheild og rnikil barátta voru aðalsmerkin. Liðið gerði aðeins eitt stutt jafntefli. Það gerði Hjörvar með svörtu gegn Svartfellingum þegar ljóst var að ekkert væri í stöðunni. íslenska sveitin tefldi við tvær lakari sveitir og lagði báðar örugglega. Teflt var við tvær sveitir sem voru lítilsháttar sterkari en við. Báóar lagðar. Teflt var vió 5 sveitir sem teljast mun sterkari. Allar vióureignirnar töpuðust en aldrei með stórum skelli; ýmist 2,5-1,5 eða 3-1.1 nánast öllum tilvikum var möguleiki á jafntefli, 2-2. Menn liðsins voru að sjálfsögðu Hjörvar og Helgi. Hjörvars þáttur frækna Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er aðeins 18 ára, var nú valinn í annað skipti í landslið íslands. Hann tefldi einnig á Olympíuskákmótinu í fyrra í Síberíu en var nú allt í einu kominn á 2. borð! Hjörvar og Shirov - Upphafsleikir að skák ársins á borðinu. Hjörvar eygir eitthvað í fjarska! í fyrstu umferð fékk hann sjálfa goðsögnina, Lettann Alexei Shirov, sem hefur lengi teflt fyrir Spánverja. Og hvílík skák! Sjálfur fléttukóngurinn mátti ekki vió Hjörvari í flækjunum og sá sér þann kost vænstan að gefast upp eftir 43 leiki. Frábær byrjun! I 3. og 5. umférð tefldi Hjörvar á fyrsta borði og varð þar með yngsti Islendingurinn til að fara fyrir lands- liðinu síðan í Helsinki 1952 þegar Friðrik Ólafsson tefldi á fyrsta borði, þá 17 ára, í forföllum Eggerts Gilférs. Hjörvar hélt áfram að standa sig vel og eftir sjö umferðir var ljóst að loka- áfanginn að alþjóðlegum meistaratitli var kominn í hús. Enn voru möguleikar á stórmeistaraáfanga en til þess þurfti allt að ganga upp og minnst Vh vinningur að korna í hús í tveimur síðustu skákunum. I næstsíðustu urnferð mætturn við sjálfum ólympíumeisturum Úkraínu, sem höfóu ekki átt gott mót. Hjörvar mætti hinum sterka skákmanni Pavel Eljanov, sem nýlega náói alla leið upp í sjöunda sæti á skákstigalista FIDE þótt hann hafi eitt- hvað lækkað síðan. Hjörvari var boðið jafntefli sem hann afþakkaði en bauð skömmu síðar sjálfur jafntefli sem var þegið. Viö upphaf viðureignarinnar við Úkraínu í lokaumferðinni fengum við Skota og þar þurfti Hjörvar að sigra Graham Morr- ison. Morrison þessi, sem er á miðjum aldri, hafði átt gott mót, náð lokaáfanga að alþjóðlegum meistaratitli rétt eins og Hjörvar og meðal annars lagt Danmerkur- meistarann, Allan Stig Rasmussen. En hann hafði ekki roð við Hjörvari, sem vann öruggan sigur. Stórmeistaraáfangi í húsi og ekki nóg meó það, því slíkur áfangi á EM landsliða gildir tvölalt. Frábær árangur. Helga þáttur ramma Helgi Ólafsson hafði fyrir mótió ekki teflt með íslenska landsliðinu síðan á Ófympíuskákmótinu 2006. Hann hefur lítið teflt kappskákir síðustu misseri og einbeitt sér að skákþjálfún, en hann er skólastjóri Skákskóla íslands og hefur verið landsliðsþjálfari síðan 2009- Frurn- raun hans sem liðsstjóri var á Ólympíu- skákmótinu í fyrra, þar sem liðinu gekk vonum framar. Helgi Ólafsson hefur vakandi auga með skákum íslenska liðsins Helgi hvíldi í tveimur fyrstu skákunum, kom svo inn í 3.-5. umféró og vann þær skákir allar! Helgi hvíldi í 6. og 7. umferð en kom inn aftur í þeirri áttundu og gerði jafntefli við Úkraínumanninn sterka Efimenko í góðri skák og vann svo í níundu umferð. Að hafa Helga „á bekknum“ var frábært. Hann gaf ekkert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.