Skák


Skák - 06.03.2012, Síða 54

Skák - 06.03.2012, Síða 54
eftir og tefldi af miklum krafti og náði að hala inn AVi vinning í 5 skákum. Arangur Helga var hvað stig varðar sá f 0. besti á mótinu og sá næstbesti hjá varamönnum, enda fékk hann silfur um háls sér í lokahófinu íyrir frammistöðuna. Helgi hækkar um 15 stig fyrir frammistöðuna og er nú kominn upp fyrir Hannes og Henrik. Þáttur annarra liðsmanna Bragi Þorfinnsson átti einnig fínt mót, hlaut y/2 vinning í 8 skákum og tefldi margar góðar skákir. Flestar skákir Braga voru langar en hann virðist sífellt vera að ná meiri stöðugleika í taflmennsku sinni og hækkar á stigum fyrir frammistöðuna. Þorfinnssynir- Björn og Bragi Henrik byrjaði illa en átti góðan endasprett. Mjög mikilvægur sigur gegn Makedóníu eftir 3 töp. Henrik fékk 2 V2 vinning í sjö skákum á fyrsta borði, en átti auðvitað upphaflega að vera á þriðja borði. Henrik og Hjörvar Björn Þorfinnsson náði sér ekki á strik á mótinu enda korn hann inn í liðió með aðeins tveggja daga fyrirvara. Björn fékk 2V2 vinning í 7 skákum. Mikilvægt fyrir Björn að enda mótið með sigri en hann hafði áður sagt: „Ég vinn alltaf í síðustu umferð í landskeppni.“ Og hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Vlktor grimmi og aðrir meistarar Langelsti keppandi mótsins var Viktor Kortsnoj. Hann er nú áttræður og tefldi á öðru borói fyrir Svisslendinga. Karlinn er ótrúlega sterkur enn þótt hann sé kominn niður á annaó hnéó í glímunni Lifandi goösögn - Viktor Kortsnoj við Elli kerlingu. Fyrir mótið sagði yfir- dómarinn okkur að sýna þyrfti karlinum sérstaka tillitssemi. Hann ætti það til að tala hátt, setjast í stól skákstjórans og þess háttar. Og auóvitað sýndu menn goðsögninni tilhlýðilega virðingu. I skák gegn Noregi í 2. umferð gerði Kortsnoj hálfgert grín að andstæóingi sínurn eftir aó þeir höfðu samið um skiptan hlut. „Ekki gast þú nú unnið garnla manninn," sagði hann við Frode Elsness. A móti Wales tefldi hann við Jim Kett. Kortsnoj var kominn með unnið tafl og Kett í þungurn þönkum. Þá segir Korchnoi stundarhátt: „Það er kominn tími til að leika.“ Kett hrökk í kút, horfði á stöóuna í smástund og gafst svo upp. Þá drynur í Kortsnoj: „Já, þettavar besti leikurinn.“ Það var einnig gaman að fylgjast með liðs- stjóra Svisslendinga, sem meóhöndlaði karlinn nánast sem guð. Vonandi að sá gamli haldi áfram að tefla eins lengi og kraftarnir leyfa en hann á orðið erfitt með gang og virðist hafa daprast sjón. Það var ekki bara gaman að fylgjast með Viktori. Ég gerði mér far um að fylgjast með fleiri skákmönnum og háttum þeirra. Topalov er fagmaður fram í fingurgóma. Kemur alltaf óaðfinnanlega klæddur til leiks. Þetta gefur honurn ákveóinn stíl og sendir merki um rnikið sjálfsöryggi. Sumir eru hins vegar ósnyrti- legar klæddir og má þar nefna tötra- manninn og Rússann knáa Alexander Grischuk. Israelinn Emil Sutovsky er hrikalega vanafastur, gekk alltaf sömu leiðina fram og aftur og sneri við á nákvæm- lega sama stað á meðan hann tefldi. Armeninn Gabriel Sargissian hefur einnig skemmtilega takta þegar hann gengur uni og lítur leiftursnöggt og ákveðið á andstæóinginn á meðan. Hollenski undradrengurinn Anish Giri sveiflar peði eins og pendúl, fram og aftur. Einn alskemmtilegasti karakterinn á slíkum mótum er Ukraínumaðurinn Vassily Ivanchuk, sem sýndi marga góða takta - bæði við skákborðið og utan þess. Toppbaráttan Toppbaráttan var gííúrlega hörð og ótrúlega spennandi allan tímann. Þjóð- verjar urðu Evrópumeistarar og er óhætt að segja aó það hafi komió verulega á óvart, en þeim var aðeins raðað í 10. sæti fyrir mót. Bestu skákmenn Þýskalands áttu í deilum við þýska skáksambandið fyrir Ólympíuskákmótið 2010, sem varð til þess að flestir bestu skákmenn Þýska- lands sátu þá heima. Þeir mættu hins vegar til leiks nú með þessum frábæra og óvænta árangri. Aserar urðu aðrir og Ungverjar náðu þriója sætinu rneð ótrúlegum 4-0 sigri á Búlgörum í lokaumferðinni, sem eru meðal óvæntustu úrslita sem maður hefur orðið vitni að. Evrópumeistarar Þýskalands 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Skák

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.