Skák


Skák - 06.03.2012, Page 55

Skák - 06.03.2012, Page 55
Evrópumeistarar kvenna frá Rússlandi Fyrir umferðina var ljóst að 2Vi vinn- ingur myncii duga bæði Þjóðverjum og Armenum. 2-2 myndi duga Armenum ef Aserarynnu ekki 3-1. Það gerðu einmitt Aserar. Staóan var orðin 2-1 fyrir Þjóð- verja þegar aðeins skákin á 4. borði var effir. Armeninn Gabriel Sargissian, sem var að reyna að vinna Þjóðverjann Jan Gustafsson, stóð frammi fyrir því að ef hann ynni yrðu Aserar Evrópumeistarar, en mikið hatur ríkir á ntilli þessara þjóóa. Til dæmis tefla ekki skákmenn þessara þjóða í skákmótum hjá hinni þjóðinni. Þetta nær að mér skilst þó ekki til þessara skákmanna persónulega. Þeir láta slíkar deilur ekki trufla samskipti sín á milli og eru vinir. Gustafsson hélt jafntefli. í mótslok sá maður að Armenar tóku þessu létt. Þeim hefur örugglega þótt það miklu skárra að sjá Þjóðverjana hampa dollunni en Aserana. Rússar urðu Evrópumeistarar kvenna og var sá sigur verðskuldaður. Að lokum Að tefla fyrir íslands hönd á Ólympíu- skákmótum og EM landsliða er einhver mesti heiður sem íslenskum skák- mönnum getur hlotnast. Og strákarnir okkar stóðu heldur betur fyrir sínu og börðust allir fyrir einn og einn fyrir alla. Arangurinn var frábær og menn létu for- föll okkar stigahæstu manna engin áhrif á sig hafa heldur mættu tvíefldir til leiks. Forsetinn var verulega stoltur af sínu fólki. Okkur þótti vænt um allar kveðjurnar sem við fengum að heiman, ekki síst frá gömlum landsliðsmönnum sem greinilega glöddust verulega yfir árangri Hjörvars og þeirra gamla félaga úr lands- liðinu, Helga Ólafssonar. Næsta verkefni landsliðsins er Ófympíus- kákmótið 2012. Þangað verður einnig sent kvennalið. Og draumurinn er að halda EM landsliða á íslandi 2015. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Islands Bragi Þorfinnsson Eftirfarandi skák var tefld í fjórðu umférð í viðureign okkar við Serbíu og Svart- fjallaland, þar sem sigur hafðist, 2,5-1,5. Ég var mjög ánægður með áreynslulítinn sigur minn í þessari skák. Hann var kærkominn í jafn erfiðu móti og EM landsliða sannarlega er. Hvítt: Bragi Þorfinnsson (2421) Svart: M. Drasko (2478) 18. Evrópukeppni landsliða í Porto Carras á Grikklandi 06.11.2011 l.d4 e6 2.c4 Rf6 3.Rc3 Bb4 4.Dc2 Þetta afbrigði í Nimzo-Indverjanum varð nokkurs konar „gæluafbrigði" íslenska liðsins á mótinu og gafst mjög vel. Má þar nefna eftirminnilega sigurskák Hjörvars gegn galdrakarlinum Shirov og sigurskák mína gegn gamla brýninu Damljanovic. 4...Rc6 Svokallað Zúrich-afbrigði. Nokkuð traust fyrir svartan, en ætti ekki að hindra hvítan í að byggja upp frum- kvæði. Afbrigðið verður mjög líkt línum úr Bogo-indverskri vörn. Aætlun svarts er mjög einföld hér og krefst þess ekki að menn muni langar leikjaraðir. 5.Rf3 d6 6.a3 (6. Bd2 er annar algengur leikur og ekki síðri, með hugmyndinni að fá biskupinn á c3 eftir uppskiptin). 6.. . Bxc3+ 7.Dxc3 0-0 8.g3 (8.b4 er annar möguleiki. Ég sá hins vegar enga sérstaka ástæðu fyrir því að vera að þenja mig strax á drottningarvæng. Ein leið fyrir svartan er: 8...e5! 9 clxe5 Re4!? 10.De3 f5. Og ég átta mig ekki alveg á því hvað er að gerast, í það minnsta virðist svartur hafa ágætis mótspil fyrir peðið. 8.. . a5 9-b3 He8 10.Bg2 e5 ll.d5 Leikið eftir nokkra umhugsun. Il.dxe5 dxe5 12.Bb2 Bg4 13.0-0 væri önnur leið til að tefla þessu stöðu, og hvítur stendur hér örlítið betur. Ég sá þó enga sérstaka áætlun hérna fyrir hvítan og leist betur á að loka miðborðinu og tefla upp á sókn á drottningarvængnum. 11.. . Rb8 í ljósi framhaldsins tel ég að riddarinn hefði átt betri framtíð fyrir sér áe7. 12.0-0 h6 13-Bb2 c6 Upphafið að rangri áætlun. Hvítur er tilbúnari fyrir opnun c-línunnar. Betra hefði verið fyrir svartan að þróa liðskipan sína fyrst, og byrjat.d. á ...Bf5. l4.Rd2 Ég var ánægöur með þennan leik, sem undirstrikar vanhugsaðan 13. leiksvarts. 14... cxd5 15.cxd5 Rbd7 I6.e4 b6 Eftir l6...Rc5 hafði ég í huga að blása til sóknar með 17.f4!? 17.b4! Góður fyrirbyggjandi leikur sem vinnur rými og hindrar auk þess riddarann í að hreiðra sig um á hinum

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.