Skák

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skák - 06.03.2012, Qupperneq 67

Skák - 06.03.2012, Qupperneq 67
Stjórn Skáksambandsins ákvað þá að efna til annars móts strax í kjölfarið með þátttöku Inga R. Jóhannssonar, Friðriks Ólafssonar, Freysteins Þorbergssonar og Arinbjarnar Guð- mundssonar auk Fischers. Mótið var kallað „Fischer“-mótið í Reykjavík, ekki að ósekju því hann vann það með nokkrum yfirburðum - hlaut 4,5 vinninga af5■ Skák úr þessu móti rataði í hinafrœgu bók: „My 60 Memorable Games“ - og er birt hér að neðan. Hann kom venjulega ekki á hótelið íyrr en um eða eftir miðnætti og vorum við þá komnir á vaktina. Einhverntíma þegar hann kom sátum við að tafli, eg og Ari Jósefsson, sem þessi árin var líka blaðamaður við Þjóðviljann. Venjulega þegar Fischer kom strunsaði hann beint upp á herbergi sitt, en að þessu sinni settist hann hjá okkur, þegjandi og horfói á okkur tefla. Hvorugur okkar var sérlega iunkinn skákmaður, Ari þó sýnu betri og fljótlega fór Fischer að segja okkur til við taflið. Fór svo, að hann bauð okkur að tefla við sig, við tveir á móti honum. Þarf ekki að orðlengja þaó, að stuttu eftir að skákin var hafin vorum við skítamát, án þess að átta okkur á því, hvernig hann hafði farið að. Hélt hann síðan hlæjandi til herbergis síns. Eítir þetta hitti eg ekki Fischer fyrr en mörgum áratugum seinna þegar hann tók að venja komur sínar í bókabúð mína á Hverfisgötu, eftir að vinir hans og aðdá- endur höfðu bjargað honum frækilega frá Japan með dyggri aðstoð Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og fleiri góðra manna og kvenna. Á sjöunda áratugnum var eg kominn með hina ólæknandi bókadellu, sem hefur ekki yfirgefið mig síðan og safnaði eg bókum og handritum af mikilli elju. Leitaði eg m.a. eftir íslenzkum bókum í útlöndum, frá Skandinavíu, Evrópu, Bandaríkjunum, jafnvel Sovétríkjunum. Ekkert var þá netsambandið og fóru þessi samskipti fram bréflega og m.a. leitaði eg í USA að íslenzkum bókum og reyndi til dæmis aó hafa uppi á tímaritinu I upp- námi og bókinni Chess in Iceland, sem Willard Fiske, íslandsvinurinn mikli og velgjörðarmaður Grímseyinga, gaf út um aldamótin 1900. Um síðir hafði eg uppi á lítilli búð á Manhattan í NewYork, sem hafði til sölu nokkur eintök af Chess in Iceland á 6 dollara stykkið. Búðin hét A. Buschke, Chess Antiquarian Bookseller. Eg pantaði frá honum nokkur eintök af þessari fágætu bók og seldi hana með góðum hagnaði. Endaði með því, að eg keypti hjá honum rúmlega 40 eintök af bókinni. Aldrei spurði eg seljandann, hvaðan hann hefði fengið bækurnar, um slíkt gilda óskráóar siðareglur milli seljanda og kaupanda. Eftir að Fischer var farinn að koma reglulega í verzlun okkar, spurði eg hann einhverntíma, hvort hann kannaðist við þessa skákbúð. „Arnold, Arnold!“ hrópaði Fischer, „hann er einn af mínum mestu velgjörðarmönnum, því hann benti mér á, þegar eg, unglingurinn, tók að venja komur mínar í búð hans, hvaða skákbækur eg skyldi helzt lesa, ef eg vildi ná langt í skákinni. Hann var einn af mínum beztu vinum á sínum tíma.“ Sagði hann mér, að A. Buschke hefði verið þýzkur gyðingur, sem flúði fyrir stríð frá Þýzkalandi til Bandaríkjanna, þegar hann sá að hverju stefndi. Hafði hann verið doktor í réttarsögu og kennt við bandarískan háskóla í fyrstu, en stofnaði svo þessa búð og rak hana til dauðadags. Sagði Fischer, að hann hefði m.a. sýnt sér elztu skákbók, sem prentuð var í heiminum, einhverntíma skömmu fyrirárið 1500. „Hann sagði við mig, að hann skyldi gefa mér þessa bók, ef eg yrði einhverntíma stórmeistari, en svo gleymdi eg því og nú veit eg að hann er löngu látinn,“ sagði Fischer. Þetta litla atvik varð til þess að við náðum betur saman en kannski hefði ella verið. Svo kom Fischer í búðina nokkrum sinnum í viku, þangað til ásókn erlendra blaðamanna og fréttastofa og sjónvarps- stöðva var farin að pirra hann svo, að hann hætti að mestu að reka inn nefið, um það bil ári áður en hann dó. Á meðan Fischer bjór hér á landi var allstríður straumur blaðamanna frá erlendum blöðum, bandarískum sjónvarpsstöðvum, þ.á m. 60 Minutes, og fréttamenn frá Rússlandi, Belgíu, Norðurlöndum - bara nefndu það - og eg reyndi að gæta þess, að hann yrði ekki á vegi þeirra og svaraði jafnframt nokkrum spurningum um hann, ef eg var í stuði til þess. Einu sinni lá nærri, að illa færi, þegar sjónvarpsmenn frá Rússlandi voru komnir með allt sitt hafurtask inn í búðina og Fischer stormaði inn seinnipart dags. Gaf eg honum bendingu og sneri hann snarlega við og geystist út úr búðinni, skellihlæjandi, en eftir sátu sjónvarpsmennirnir með sauðarsvip. En eftir hverju var hann að leita þessi síðustu ár sín hérlendis? Hann kíkti alltaf í skákhillurnar og ef hann sá þar 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.