Skák - 06.03.2012, Qupperneq 83
Anatolí Karpov, fyrrverandi heimsmeistari og ein af goösögnum okkar tíma í skákheiminum, var staddur hér á landi í
tilefni af 110 ára afmæli Taflfélags Reykjavíkur og kom til setningar íslandsmóts skákfélaga. Hann lék m.a. fyrsta leikinn á
fyrsta borði í öllum fjórum viðureignunum í 1. deild. Hér er hann í þann mund að hefja taflið fyrir Akureyringinn Torbjprn
Bromann gegn TR-ingnum Vasily Papin. Bormann bendir Karpov á b-peðið og lék hann því til b3.
Gunnar forseti Björnsson og Björn skákboxari Jónsson (sem bar hitann og þungann af heimsókn meistarans b'l landsins)
eru Karpov til aðstoðar.
1999. Þar með iauk aldarfjórðungs ein-
okunartíma TR, þótt félagið sé enn í hópi
þeirra sterkustu og hafi reyndar unnið
mótið tvisvar síðan.
Öld Hróksins og síðar
Meðan á þessari glímu TR og Hellis
stendur er nýtt félag að vígbúast í neðstu
deild sem á eftir að setja mikinn svip á
mótið á fyrstu árum nýrrar aldar. Aður
en þeir komast að má þó minnast á
nýjan leikanda á sviðinu, þótt við-
dvölin hafi ekki verið löng. Það er
Taflfélag Hólmavíkur sem eins og önnur
spútniklið reis upp fýrir tilverknað eins
dugandi manns sem hafði ráð og afl til
að fá sterka skákmenn í hópinn. Breytti
þá engu þótt þeir hefðu aldrei komið til
Hólmavíkur og fóru reyndar engar sögur
af miklum meistaramótum þar norður á
Ströndum. Hólmvíkingar komust alltént
auðveldlega upp í 1. deild, réðu til sín
titilhafa og blönduðu sér í baráttuna
í nokkur ár án þess að höggva nærri
titlinum. Svo þraut örendið og félagið
dró sig úr keppni. Víkur þá sögunni
aftur að spútnikliði nýrrar aldar, Skák-
félaginu Hróknum. Innkoma Hróksins
á skáksviðið var effirminnileg og breytti
deildakeppninni meira en flest annaó.
Líkt og í dæminu hér að framan var
Hrókurinn fyrst og fremst ávöxtur af
eljusemi eins manns, Hrafns Jökulssonar.
Tilurð félagsins og áherslur voru í hæsta
máta óhefðbundnar en starfið engu
að síður líflegt og vakti mikfa athygli.
Eitt af markmiðum þeirra var að taka
deildakeppnina með trompi og tróna þar
á hæsta stalli. Það tókst á eftirminnilegan
hátt og hefúr mótið ekki verið samt
síðan. Eftir að hafa fikrað sig örugglega
upp deildastigann varð félagið meistari
á fýrsta ári sínu í efstu deild og endur-
tók afrekið tvö næstu ár. Þá var erindinu
lokið, félagið skipti um gír og hætti
þátttöku. Slíkt er ekki til eftirbreytni,
en kannski í eðli spútniksins; að falla til
jarðar þegar eldsneytið er þrotið. Önnur
lið héldu sínu striki og keppnin hélt
áfram, en eitthvað hafði greinilega breyst.
Með Hróknum jókst fjöldi „málaliða“ í
mótinu stórum. I löggjöf um keppnina
voru engin ákvæði um þjóðerni liðs-
manna eða búsetu og þótti sumum nóg
um að hægt væri að vinna mótið með
sveit eingöngu skipaða mönnun sem
tylltu hér niður fæti í þrjá daga, tefldu
nokkrar skákir og hurfu svo á braut. Var í
kjölfarið ákveðið að helmingur liðsmanna
í hverri umférð skyldi hafa lögheimili á
íslandi og er svo enn. Um leið þykir nú
ekki tjóa að ætla að ná verðlaunasæti á
mótinu án þess að fá liðsstyrk að utan.
Það kostar peninga, en menn geta
verið sammála um að nú er mótið mun
sterkara og áhugaverðara en áður. Þessi
þróun hefur aukið á vinsældir mótsins.
Keppendum og sveitum hefur farið
fjölgandi og eru sveitirnar nú komnar
á sjötta tuginn. Nýir klúbbar birtast á
sjónarsviðinu; menn sameinast um að
tefla sér til skemmtunar - og stundum
árangurs - á íslandsmóti skákfélaga.
I.andslagið hefur breyst mikið á þeim
tæpum 40 árum sem liðin eru frá fýrsta
leik Freys Ófeigssonar forðum. Gömlu,
rótgrónu félögin eru í minnihluta.
Aukið umfang deildakeppninnar hefúr
gert að verkum að gamlir og rótgrónir
keppnisstaðir hafa gengið úr sér. Margir
muna hin vinsælu mót í Munaðarnesi á
8. áratugnum. Svo tók Faxafenið við en
er löngu orðið of lítið og Menntaskólinn
við Hamrahlíð er fyrir bí (þótt þar ætti
reyndar að vera nægilegt pláss). Hin
seinni ár hefur oftast verið safnast saman
í Rimaskóla þar sem Helgi Árnason og
hans fólk búa mótinu prýðilega umgjörð.
Einhver kann að vilja hafa keppnina
meira miðsvæðis í Reykjavík en samt er
gott að tefla í Rimaskóla. Umfang mótsins
og áherslan á að allir komi saman á
einum stað gerir það að verkum að nú
geta tæplega aðrir hýst mótið en stórir
skólar og íþróttahús. Þá er mikið fyrirtæki
að fara með mótshaldið í heild sinni út
á land, en hefur þó heppnast vel, eins
og sannaðist á Selfossi um nýliðna helgi.
Alltént er keppnin nú skemmtilegri en
nokkru sinni fyrr.
Nestorarnir
Ekki verður fjallað um sögu mótsins
öðruvísi en að nafngreina nokkra þá
keppendur sem þaulsætnastir hafa verið
við skákborðin, af þeim þúsundum sem
komið hafa við sögu þess. I því efni
hefur höfundur ekki við annað að styðjast
en minni sitt og ófullkomnar heimildir.
Fyrst kemur óneitanlega upp í hugann
nafn Gylfa Þórhallssonar. Lengi vel var
hann með 100% mætingu í keppnina,
en slíkt halda menn ekki út til eilífðar.
Hann á enn flestar skákir allra á mótinu,
líklega eru þær að nágast 250. Að auki
hefur hann alltaf teflt fýrir sama félag,
Skákfélag Akureyrar, sem er ekki lítið
afrek á tímum síbreytilegrar félagsaðildar.
Af öðrum sem sjaldan láta sig vanta má
nefna altmeister Sævar Bjarnason og
sjálfur vonast ég til að komast inn á topp
10. Af sjálfú leiðir að aðeins þeir komast
í þennan hóp sem voru komnir til vits í
upphafi keppninnar og hafa getað verið
með alla tíð. Af stórmeisturum okkar á
Helgi Ólafsson örugglega flestar skákir
og aðrir sem koma upp í hugann eru
menn á borð við Björn Þorsteinsson og
Júlíus Friðjónsson. Norðanmennirnir