Skák - 06.03.2012, Qupperneq 90
Reykjavíkurskákmótið 2012
Reykjavíkurskákmótið sem er rétt
nýhafið þegar þetta ársrit kemur
út er í senn það fjölmennasta og
eitt það sterkasta sem nokkurn tíma
hefur verið halclið. Um 200 skákmenn
taka þátt í mótinu frá um 35 löndum.
Hvorttveggja er met. Til leiks er skráður
stigahæsti skákmaður sem teflt hefur
á Reykjavíkurskákmóti, Italinn ungi,
Fabiano Caruana, sem er sjöundi
stigahæsti skákmaður heims og lang-
í sjálfu mótinu og má þar sérstaklega
nefna fjórmenningaklíkuna svokölluðu.
Innangengt verður í skákskýringaher-
bergið úr skáksal. Til leiks koma einnig
reyndir menn úr skákfjölmiðlaheiminum
og í lok hverrar umferðar verður hálf-
tíma pallborð þar sem helstu gerendur
fara yfir skákir dagsins með reyndum
skákskýrendum. Umræðunum stýrir
stórmeistarinn Simon Williams, sem þykir
einn allra skemmtilegasti skáklýsandi í
Mótið fer fram í Hörpunni
stigahæsti skákmaður heims undir
tvítugu. Aðeins Fischer og Kasparov hafa
verið stigahærri þegar þeir hafa teflt hér.
Það sem ber óneitanlega hæst hins vegar
er þátttaka Hou Yifan, heimsmeistara
kvenna, sem er aðeins 18 ára. Yifan þykir
eitt mesta efni sem um getur í skák-
heimum og er talin líkleg til að verða
heimsmeistari í skák í opnum flokki.
Eins og undanfarin ár leggur Skák-
sambandið mikla áherslu á umgjöró
mótsins. Að þessu sinni má þó fullyróa
að aðbúnaður á keppnisstað gerist
vart glæsilegri. Teflt er í Hörpu, tón-
listar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík,
og leyfir undirritaður sér að fullyrða að
aðbúnaður á skákstað gerist ekki betri!
Risaskjár verður í skákrými og annar
svipaóur í Munnhörpunni. Þar geta menn
sest niður, fengið sér snarl, kaffibolla eða
jafnvel öl og horft á helstu skákir um leið!
Skákskýringar verða á skákstað í umsjón
okkar helstu meistara sem ekki taka þátt
heimi, ásamt Birni Þorfinnssyni. Pall-
borðið verður sent beint út á netið.
Mikió verður um sérviðburði alla
keppnisdaga nema upphafs- og lokadag
mótsins. Hægt er að nálgast upplýsingar
um þá á Skák.is og Chess.is.
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast
með Caruana upp á síókastið, en skák-
fjölmiólar fylgjast vel með honum. Hann
teflir mjög mikið, nánar tiltekið um 120
skákir á ári, sem þýðir að hann teflir að
jafnaði á einu kappskákmóti í hverjum
mánuði. Hann lætur sér fátt um finnast
þótt hann sé langstigahæstur og tók t.d.
þátt í ítalska meistaramótinu nýlega og
vann það meó fáheyrðum yfirburóum,
var 3,5 vinningum fyrir ofan næsta mann!
Caruana leggur mikiö á stöðurnar jafnt
með hvítu og svörtu og skora ég á menn
að fylgjast vel með skákum hans.
Næststigahæsti keppandi mótsins er tékk-
neski stórmeistarinn David Navara. Mikill
Sá keppandi sem er hins vegar líklegastur
til að vekja mesta athygli er kínverska
stúlkan Hou Yifan. Yifan verður rétt
orðin 18 ára þegar mótið hefst. Hún
sigraði fyrir skemmstu á ofúrmótinu í
Gíbraltar þar sem hún hlaut 8 vinninga í
10 skákum og tefldi m.a. við 7 skákmenn
með 2700 skákstig eða meira. Hou Yifan,
rétt eins Caruana, teflir mjög mikið.
Kanadíski stórmeistarinn Kevin Spraggett
hefur spáð því að einn góðan veðurdag
verði Yifan heimsmeistari í skák.
Caruana og Hou Yifan teljast í dag til allra
björtustu stjarna á skákhimninum og þaó
er ljóst að augu skáklieimsbyggðarinnar
munu beinast að Reykjavík í byrjun mars!
Sérstakur vinur okkar, Ivan Sokolov, er
venju samkvæmt meðal þátttakenda. Ivan
setur alltaf sérstakan svip á mótin með
sinni skemmtilegu og fjörlegu framkomu.
Hann hefur verió í hópi sigurvegara
tvö síðustu ár og telst til aufúsugesta
mótsins.
Gawain Jones kemur frá Englandi. Ungur
skákmaður sem hefur rokið upp heims-
listann og verður spennandi að fylgjast
með honum á mótinu. Ukraínumenn-
irnir Kryvoruchko, Kuzubov og Baklan
koma frá Úkraínu. Allir hafa þeir verið
rneðal sigurvegara á mótinu. Robert
Hess kemur frá Bandaríkjunum. Þar er
einn efnilegasti skákmaður heims á ferð -
ruðningshetja sem sinnir námi meðfram
skákinni.
Svo er það heimavarnarliðið. Hannes
Hlífár Stefánsson er sigursælasti
skákmaðurinn í sögu Reykjavíkur-
skákmótanna. Sá eini sem hefur unnið
5 sinnum. Friðrik og Jóhann hafa sigrað
hvor um sig þrisvar.
heiðurs-
maður þar
á ferð með
ákaflega
þægilega
framkomu
og nærveru. Navara er einna líklegastur
til aó veita Italanum unga keppni.
Gunnar Björnsson
90