Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Qupperneq 8

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Qupperneq 8
myndar bæði i eigin lífi og í leikritun sinni. Eru mörg dæmi um þann „Sveyk- isma“ í leikritum Brechts og nægir i því sambandi að nefna Matta í Púntila bónda og Matta vinnumanni, Galileo í samnefndu ieikriti, dómarann Azdek í Kákasíska krítarhringnum, Hr. Keuner í Sögum af Herra Keuner o. fl. o fl. Hvaða ástæða lá að baki því að Brecht heillaðist svo af Sveyk? Athuga ber að Brecht lifir og skrifar á miklum viðsjártímum, þegar nasisminn festir rætur og nær að breiðast út. Airæði nasista fylgdi auðvitað grimmileg ritskoðun og þeir náðu stjórninni á öllum fjölmiðium og allri listsköpun innanlands svo af varð slíkur skaði fyrir allt tungutak listarinnar að ýmsir álíta að enn sé óbættur. Sann- leikselskandi listamenn máttu forða sér úr landi og voru þó ekki óhultir. Þeir urðu þvi að koma sér upp aðferð við að tjá sig um ástandið án þess að hægt væri að hanka þá á undirróðursstarfsemi og án þess að glata trúnaði við list- ina og sannleikann. Sannleikurinn varð að duibúast. Brecht hefur gert grein fyrir þessum vanda í ritgerðinni „Sjö erfiðleikar við að segja sannleikann", sem hann samdi árið 1941 og smyglað var inn í Þýskaland undir heitinu „Hagnýtar leið- beiningar i hjálp í viðlögum". Og það var einmitt í þessu sambandi sem Sveyk reyndist Brecht notadrjúgur. Sveyk tekst ætíð að gera áheyrendur sina gáttaða með því að segja hug sinn af fullkominni hreinskilni, en gerir það á þann hátt að engin leið er að benda á neitt í ræðu hans sem sannað gæti að hún varði við lög. Eina lausnin er að lýsa Sveyk opinberan hálfvita. Á útlegðarárunum, einkum fyrst, skrifaði Brecht mikið í hin ýmsu blöð flóttamanna sem dreift var leynilega og gat þar miðlað sannindum undir rós svo þeir sem skynjuðu kúgun- ina skildu ádeiluna. Þannig komu þenkjandi flóttamenn sér upp sérhæfðu tungutaki, fyrirbæri sem bókmenntafræðingurinn Hans Meyer hefur kallað „þrælamálið" og reyndist samtökum flóttamanna vel. Samband þeirra Brechts og Piscators varði allt fram yfir 1940 og hafði sá siðarnefndi á því mikinn áhuga að þeir gerðu kvikmynd úr Sveyk. En þegar Brecht samdi leikrit sitt um Sveyk í seinni heimsstyrjöldinni, slitnaði upp úr vin- áttu þeirra, því Piscator þótti sem efninu hefði verið stolið frá sér. Ber því að taka með nok.krum fyrirvara öllu því sem Piscator skrifar eftir 1943 um þeirra samstarf. Brecht samdi Sveyk í seinni heimsstyrjöldinni sumarið 1943, skömmu eftir orrustuna örlagaríku við Stalíngrad. Upphaflega var ráðgert að verkið yrði samið fyrir Bandaríkjamarkað og átti að verða Broadway söngleikur við tónlist eftir Kurt Weiil. En þegar Weill sá handritið tilbúið fannst honum lítið svigrúm í því fyrir sig og sína tónlist, þvi hann hafði engan áhuga á því að semja innskotstón- list. Brecht kvaðst hins vegar ekki geta takmarkað sig eingöngu við Bandaríkja- markað og að hann hefði engan áhuga á aðgerast „librettisti" fyrir Weill. Varð því ekkert af fyrirhuguðu Broadwaymúsikali. Sveyk í seinni heimsstyrjöldinni var ekki frumsýndur fyrr en 17. janúar 1957, tæpu ári eftir dauða Brechts, í leikhúsi hersins í Varsjá í Póllandi, en hefur síð- an verið sýndur í flestum löndum Evrópu. Á. I.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.