Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Page 14

Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Page 14
SON GTEXTAR Hvað var það sem hermannsfrúin fékk? Hvað var þaS sem hermannsfrúin fékk frá því forna setri Pragl Frá Prag fékk hún skó með háum hæl, vertu blessuð og sæl og háan hæl. Það var það sem frúin fékk frá Prag. Hvað var það sem hermannsfrúin fékk frá Varsjá við Weichselsá? Frá Varsjá hún fékk svo fagurt lín í öll fötin sín þetta fína lín. Þetta fékk hún frá Weichselsá. Hvað var það sem hermannsfrúin fékk frá Osló yst við sæ? Frá Osló fékk konan kragaskinn, í kragann sinn fékk hún kragaskinn. Það fékk hún frá Osló yst við sæ. Hvað var það sem hermannsfrúin fékk frá þeim ríka Rotterdam? Frá Rotterdammi fékk hún flottan hatt það er alveg satt hún fékk Hollandshatt. Þetta fékk hún frá Rotterdam. Hvað var það sem hermannsfrúin fékk frá Briíssel í Belgíu? Frá Belgíu fékk hún blúndur og pífur, það er land sem blífur með blúndur og pífur. Þetta fékk hún frá Belgíu. Hvað var það sem hermannsfrúin fékk úr birtunni í Parísarborg? Frá París fékk hún sendan silkikjól. og hún skein eins og sól í þeim silkikjól. Þetta fékk hún frá Parísarborg. Hvað var það sem hermannsfrúin fékk frá því risavaxna Rússlandi? Frá Rússlandi aðeins ekkjuslör, eina jarðarför og ekkjuslör. Þetta fékk hún frá Rússlandi.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.