Leikskrár Þjóðleikhússins - 10.02.1984, Page 16
Kvæðið um Bikarinn
Gakkt’ í bæinn gestur minn,
gef ég þér á diskinn
súpu og flesk í svanginn þinn,
síSan Moldárfiskinn.
Fæðið hér er fyrirtak,
fylgir með því skjól og þak.
Þig sem mann við metum hér,
margan heiður sýnum þér.
Aðeins átta krónur.
Engin vottorð vil ég þó,
vegtyllurnar skaða.
Að þú sért með nef er nóg,
nú skalt’ í þig raða.
Vinalegur vera skalt,
varast spott og gaspur allt,
bragðað’ ost við bjórinn þinn,
boðinn ertu velkominn.
Einnig átta krónur.
Einhverntíma eygjum við
út úr veðri hörðu.
Heimilis þá hljótum frið
hér á mannajörðu.
Allir menn fá uppreisn þá,
enginn verður settur hjá.
Hér mun finnast húsaskjól
handa þeim sem áður kól.
Eins með átta krónurl