Freyja - 01.12.1903, Síða 2
«4
FREYJA
VI. 5.
En væri frá gættinni garöhliði lyft
á götunni húsabæ að,
þá opnaðist garðtrjánna riddara-röð
við rakleið í glóskúfað hlað,
þar klifruðu blómvefjur upsunum að
upp anddyrið, torfœran spöl,
og þrúgnanna viðjur mót vermi-átt dags,
sig vöfðu að gluggum og svöl.
Og svo hafði angan frá ilmandi runn
á aldintré glóandi bent,
þar blómhvítan fjölskreytti grœnlaufga grein,
sem glómjöll úr sólskini fennt.
En plómu-tréð lang fegurst, liljunnar blæ
sem lit inn í rósanna brá,
sem frelsið og sakleysið sáttmála gert
og sett hefði blöðin þess á.
En spjöll voru mannaverks mörkin á þeim,
þess mót sást um trjástofn og blöð.
Sjálf náttúran hressir og hrífur mann dýpst
þó hirði’ ekki um skorðaða röð.
Að húsbaki stóð þó enn laufskógar-leyf
frá landnámstíð, varin og studd.
En kynslóðir tvær.höfðu gengið um garð
í gröf, áður mörkin varð rudd.
Þar grásilfrað bæki, frá riðaðri rót
sig reisti með blaðahvolf vítt,
og mösur í öskugrám, uppleyptum bol,
og útskorið laufadjásn nýtt;
og dimmleggjuð eiki-tré dökkgrænu typt
og djúprætt, með áratal hœst.—
Mun órœktin langlífis uppeldis-jörð
ef aldrei með grœðslu það fœst?
En svo tóku kornekrur vorgrónar við
um vallbungu, strikaða plóg,