Freyja - 01.12.1903, Page 5
FREYJA
8-?
18 bezta bvaö íallvaltast, forlögin þau,
a5 fegurðin skammlífust sé.
En það sem er ágœtast þroskast og fjrst,
og þarf ekki áranna með.
Ég fœst ei um rangindi, aö ræzt hafi á þér
sú reglan—sem vel getur skeð.
Og sitjirðu’ í dýflissu—dæmd henni var
oft drengkmd eins hrein eins og þín.
Allt mannlíf er flóknasta vegamóts-völ
og vandhitt og langt út úr sýn.
Þó afgömul þjóðheimska telji upp tvö
sem til sé og völ leiki á,
>ef reyndist ei lýgi sú leiðsaga forn
oss létt kosið víst myndi þá.
Og eins er mér sama, þó sjálfsmennsku þrœlS
þú sért, eins og fjöldinn og ég,
þín snilld breytir hreysinu í hallir, og skort
í heimkynni alls-nægjuleg,
því kóngborin sál gerir kymann að sal,
að kastala garöshorniö svalt.
Þó hafin sé dyrgjan á drottningar-stól
tók dáminn af kotinu allt.
Þó frú sértu göfug og skrýðist í skart,
sá skrúði þér maklega fer,
þú prýðir svo gullið, og demanta djásn
er dýrmœtt í hárinu á þér ------.
I gröf þína, ,,Curly“ mín, kveð eg um jól,
í kot þitt, í höll þína inn.
I þrjátíu ár hef ég ekki þér gleymt
og enn er ég riddarinn þinn.
St. G. StephanssoN.
©\(í§)(íf)\j)