Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 7

Freyja - 01.12.1903, Blaðsíða 7
VI. 5. FREYJA 89 er af þessum heimi, og eftirlét þó bóndanum allt þaö rúm, sem hann hafði meS aS gjöra- Hann leit yfir hjörSina kristnu og fannst hann einskonar andlegur beitarhússmali, svo óviðjafnanlega trúr. * * * Svo var það eina jólanótt, þegar bóndinn á Eyri var búinn aS lesa jólanæturlesturinn, og konan og börnin aS þakka honum fyrir hann meS kossi, eins og venja var til nóttina helgu, en vinnufólkiS aS segja: ,,þakka ySur fyrir lesturinn, “ —því þaS var eitt af heimilis prýSinni á Eyri, aS vinnufólkiS þéraSi húsbœndur sína, alveg eins og nú tíSkast í Reykjavík og Winnipeg—, aS bóndinn, sem hátíSabragurinn skein á, leit yfir heimilisfólkiS. Börnin hans voru prúSbúin, meS jólakertin í höndunum og sakleys- islegt ánægjubros skein á hverju andliti. Fram í baSstofunni sá hann Önnu, systurdóttur sína, sem hann hafSi aliS upp frá því aS hún var þriggja vetra, án þess aS taka beinan styrk af hreppnum. Allir á heimilinu höfSu veriS eitthvaS gladdir, jafnvel fjósakarlinn, hafSi veriS hýrSur meS pela af brennivíni, allir nema hún Anna. Hví var hennigleymt? ,,Heyr5u, gœzkan mín, hefir hún Anna litla veriS nokkuS glödd núna?“ ,,Og ég veit nú ekki hvaS þú kallar þaS, “ svaraSi húsfreyja og saug upp í nefiS og bœtti svo viS í fyr- irlitningar róm: ,,Var ekki keyptur danskur dúkur í fermingarkjól handa henni síSastliSiS vor? Þig hefir líklega langaS til aS koma henni í silkikjól, eins og sýslumannsfrúnni. Eg held nú aS gustuka- kind hefSi átt aS komast í kristinna manna tölu á vaSmálskjól, eins og stelpan frá Gili. En af því aS hún var frœndkona meShjálpar ans, va.rS aS sækja kjólefniS til útlanda. HeldurSu aS þaS hefSi veriS gjört, ef hún hefSi veriS alin upp á sveit, eins og til stóS, og gjört hefSi veriS hefSi ég fengiS aS ráSa. En þá léztu nú prestinn hræra í þér, eins og oftar. Jœja, verSi þér aS góSu, en mundu þó þaS, aS sjaldan launa kálfar ofeldi“. ,,Já, þaS er nú svo, ljúfan mín“, sagSi bóndi ogreri makinda- lega og brá brosi sjálfselskunnar yfir andlitiS, því hann fann svo vel, hvaS innilega hann gat þakkaS guSi fyrir þá sœlu aS vera á- nægSur meS sjálfan sig, efnaSasta manninn í sveitinni, sóma sinn- ar stéttar og næstur prestinum sínum aS mannvirSingum. ÞaS var þó sannarlega meira en flestir höfSu fyrir aS þakka og meir en nóg til aS láta hann gleyma þessu lítilræSi meS Önnu, enda fór hann þá aS tala um heybirgSirnar og fjárhöldin viS ráSsmanninn. En hún Anna lilta heyrSi hvert orS sem húsfreyjasagSi. ÞaS

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.