Freyja - 01.12.1903, Page 16
98
FREYJA
VI. 5-
andi skottinu, en engum sagði hann af ferðum sínum.
,,Hví er villihundurinn hér?“ sagði maðurinn, þegar hann
vaknaði ogsá hundinn. ,,Hann er ekki lengur villtur, heldur er
hann vinur Qkkar hinn fyrsti, úr vilhskógunum, og það verður
hann œ og æfinlega. Tak hann með þér á veiðar, “ sagði konan.
*• *
*
Nœsta dag skar konan hey á flœðienginu og þurkaði það við
eldinn, þar til það ilmaði, eins og ný slegið, vel þurkað og kyngott
hey œfinlega gjörir. Þetta hey lét hún svo við utanverðan hellis-
munnan, að því búnu settist hún niður, fléttaði reipi úr hrosshúð
ogtók að syngja. Það var í annað skifti, að heimurinn heyrði slík-
an töfrasöng.
Uti í frumskógununum villtu, vissu villidýrin ekki hvað orðið
hefði af hundinum og undruðust yfir hvarfi hans. Þá stappaði
villihesturinn fótunum og sagði: ,,Ég skal fara og vita hvað orðið
hefir af villihundinum. Kom þú með mér, köttur. “
,,Nei, nei, ekki mikið. Ég fer minna ferða, og allir staðir
eru mér jafn kœrir, “ sagði kötturinn. En þrátt fyrir það fór hann
f humáttina á eftir hestinum og faldi sig sem fyr.
Þegar konan heyrði jódyninn brosti hún og sagði: ,,Hér kem-
ur þá annað villidýr frumskóganna villtu. Hvað vilt þú?“
Villihesturinn svaraði ogsagði: ,,Ó, þú óvina mín, og kona
óvinar míns. Hvar er villihundurinn?“
Konan hló og sagði: ,,Ó, þú villidýr frumskóganna villtu,
þú komst ekki hingað vegna hundsins, heldur til að forvitnast um
þetta ilmandi gras. “ Villihesturinn stappaði fótunum og sagði:
,,Það er satt, gef þú mér grasið að borða. “
„Villidýr frumskóganna villtu, beygðu þitt villta höfuð undir
það sem ég gef þér, þá skal ég einnig gefa þér lyst þína af þessu
ilmandi heyi þrisvar á dag, “ sagði konan.
,,Þetta er vitur kona, þó ekki sé hún eins vitur og ég, “ sagði
kötturinn. Villihesturinn beygði niður höfuð sitt, og konan smeygði
beizli á hann. Þá andaði hesturinn á fœtur hennar og sagði: ,,Ó,
þú húsmóðir mín og kona herra míns. Fyrir þetta ilmandi gras
skal ég gjörast þjónn þinn. “
,,Einmitt það, þetta er heimskur hestur, “ sagði kötturinn og
fór nú sifina ferða, veifandi skottinu.
Þegar maðurinn og hundurinn komu heim af veiðum, sagði