Freyja - 01.12.1903, Side 18

Freyja - 01.12.1903, Side 18
lOO FREYJA VI. 5- legu? Þú, sem ert bœðr vitur og fögur ættir ekki að vera hörð við nokkra skepnu, jafnvel ekki kött. “ Þá svaraði konan og sagði: „ Að ég var vitur, vissi ég vel, en að ég væri fögur, vissi ég ekki, svo fyrir það sem þú sagðir mér það, skal ég gjöra við þig þannig lagaðan samning, að ef ég nokkurntíma hœli þér með einu orði, megirþú koma í hellinn. “ ,,En ef þú hœlir mér tvisvar?“ sagðj kötturinn. ,,Það mun ég aldrei gjöra, “ sagði konan. ,,En fari nú svo að ég gjöri það, mátt þú, sitja við eldinn, “ bættihún við. ,,En ef þú skyldirnú hæla mér í þriðjá skifti?‘‘ sagði kötturinn. ,,Það mun ég aldrei gjöra. En fari nú svo ólíklega, mátt 'þú lepja ný- mjólkina notalegu þrisvar á dag, “ sagði konan. ,,Láttu þá húð- ina fyrir hellismunnanum, eldinn í innhellinum og mjólkurfatið við eldinn bera vitni um þann samning, sem óvina mín eg kona óvinar míns heflr við mig gjört, “ sagði kötturinn, og hvarf svo út í skóg- ana saggaríku, veifandi sínu villta skotti. En þetta kvöld, er mað- urinn, hundurinn og hesturinn komu heim af dýraveiðum, sagðí konan þeim ekki hvað hún hefði gjört, af ótta fyrir því, að þeim kynni að mislíka það. Þá fór kötturinn brott og faldi sig í frumskógunum villtu, þar bjó hann einnsaman og undi sér vel, þar til konan gleymdi honum með öllu, og enginn í hellinum minntist hans, nema litla Leður- blaðkan, sem hékk þar inni. Hún vissí hvar hann var ogfiaug til hans á hverju kvöldi með það sem fréttnœmt varí hellinum. Einusinni kom leðurblaðkan til kattarins og sagði honum að ungbarn væri fætt í hellinum, lítið, feitt og fallegt, og að konunni þœtti mjög vœnt um það. ,,Einmitt það, en hvað þykir barninu vænt um?“ spurði kötturinn. ,,Því þykir vænt um allt, sem er mjúkt og kitlandi og hlýtt átaks, og á því vill það halda þegar það sofnar. “ ,,Einmitt það, þá er minn tími kominn, “ sagðikisi. Næstu nqtt lœddist kötturinn heim að hellinum og faldi sig þar til konan tók að matreiða en barnið að gráta. Þá bar konan barnið út fyrir hellismunnann og fékk því smásteina til að leikasér að, en samt grét það. Þegar konan var farin til verka sinna, kom kötturinn til barnsins, malaði og strauk sig við vanga þess og kitl- aði það svo það hló. Konan heyrði það og hló líka. Þá fór leð- urblaðkan til konunnar og sagði: ,,Ó þú húsmóðir mín og kona húsbónda míns og móðir herra míns. Sjá þú! villudýr úr frum- skógunum villtu leikur nú aðdáanlega við barnið þitt. “

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.