Freyja - 01.12.1903, Side 20
102
FREYJA
VI. 5-
móöír óvínar míns?“ sagöi kötturinn. ,,Neí, ‘‘ sagSí konan, stökk
upp á fótstól, sem þar var, kastaöi heröablaöinu og vaföi í snatri'
upp hár sitt, svo músin ekki skyldi hlaupa upp eftir því. ,,Skot
ekki sakar mig þó ég eti músina, “ sagöi kötturinn. ,,Et hana þá
fljótt og ég skal vera þér þákklát œ og æfinlega, “ sagði konan og
fléttaði hár sitt í ákafa. Þá tók kötturinn undir sig stökk og greip
músina. ,,Þúsund þakkír, ó köttur, “ sagði konan. ,,Jafnvel inn
fyrsti vinur okkar hefði ekki leikið þetta. Þú hlýtur að vera mjög
vitur. ‘' A þessari sömu stundu, ö mínir elskanlegir, brotnaöi
mjólkurpotturinn við eldinn, því einnig hann minntist á samning-
inn, sem konan gjörði við köttinn. Þá fór konan niður af fótstóln-
um og sjá! Kötturinn var að lepja nýmjólk úr einu pottbrotinu.
,,Ó þú óvina mín, kona óvinar míns og móðir óvinarmíns, “ sagði
hann. ,,Það er ég, því þú hefir hrósað mér í þriðja sinnog nú má
ég lepja nýmjólkina notalegu þrisvar á dag. En samt er ég kött-
urinn sem fer einförum, og allir staðir eru mér jafn kœrir. “ Þá
hló konan, setti fyrir hann volga mjólk og sagði: ,,Ó köttur, þú
ert eins hygginn og maðurinn, en samt skalt þú muna það, að
samningurinn var hvorki gjörður við manninn eða hundinn, og ég
veit ekki hversu þeim kann að líka gjörðir mínar, “ sagði konan.
,,Hvað hirði ég um þá, ef ég fœ að sitja við eldinn, og að lepja
nýmjólkina notalegu þrisvar á dag. “
Þetta sama kvöld, þá er konan sagði manninum frá því er gjörst
hafði, sagði hann: ,,Svo er nú það, en hann gjörði engan samn-
við mig eða eftirmenn mína. ‘ ‘ Svo tók hann skó sína og stein-öxi
sem gjörir þrennt, við það bætti hann spítukubb og lítilli öxi. Þetta
gjörir fimm hluti alls, og bætti svo við: ,,Nú skulum við gjöra með
okkur samning. Nema þú veiðir mýs æ og œfinlega þegar þú ert í
hellinum, skal ég kasta þessum fimm hlutum að þér hvar sem ég
sé þig, og svo skulu allir sannir menn gjöra eftir mig. “ ,,Sko, “
sagði konan. ,, Þessi köttur er hygginn, og þó er hann ekki eins
hygginn og maðurinn minn. “ Kötturinn taldi hlutina ogleiztþeir
ekki árennilegir og sagði því: ,,Ég skal veiða mýs þegar ég er í
hellinum œ og œfinlega. En samt er ég kötturinn sem fer einförum
og allir staðir eru mér jafn kærir. “ ,. Ekki þegar ég er nærri, því
fyrir það sem þú sagðir þetta skal ég kasta að þér skónum mínum
og þessari litlu öxi hvar sem ég mæti þér, og svo skulu allir sannir
menn gjöra eftir mig. “