Freyja - 01.12.1903, Side 21

Freyja - 01.12.1903, Side 21
VI 5- FREYJA 103 „Bíddu vi5, hann gjörSi engan samning vi5 mig, “ sagöihund- urinn og urraöi ákaflega, svo að skein í allar tennurnar. ,,Ef þú ekki veröur góður við börnin, þegar ég er í hellinum œ ogæfinlega, skal ég elta þig og bíta þig er ég næ þér, og svo skulu allir hundar eftir mig gjöra. ‘ ‘ ..Einmitt það, “ sagði konan. ,,Kötturinn er hygginn og þó er hann ekki eins hygginn og hundurinn. “ Kötturinn taldi tennurnar í hundinum og sýndist þœr hvassar og sagði því: ,,Ég skal vera góður við börnin, þegar ég er í hell- inum, meðan þau ekki toga of fast í skottið á mér, en samt er ég kötturinn sem fer einförum og allir staðir eru mér jafn kœrir. “ ,,Ekki þegar ég er nœrri, “ sagði hundurinn, Því fyrir það, að þú sagðir þetta, skal ég elta þig upp í trén hvenœr sem ég mœti þér, og sama skulu allir sannir hundar gjöra eftir mig. “ Þá kastaði maðurinn skónum sínum og litlu öxinni sinni—sem er þrennt í allt—að kettinum, svo hann varð skelkaður, og þá hljóp hundurinn á eftir honum og elti hann, þar til hann komst upp í hátt tré. Og allt í frá þeim degi, ó mínir elskanlegir, kasta þrír menn af hverjum fimm, hlutum á eftir kettinum hvar sem þeir mœta honum, og allir hundar elta hann. En kötturinn held- ur líka fast við sína samninga. Hann veiðir mýs og er góður við börnin, meðan þau ekki toga of fast í skottið á honum. Að því búnu og þess á milli er hann kötturinn, sem fer einförum og allir staðir eru honum jafn kœrir. Og á kvöldin má sjá hann veifandi sínu villta skotti og farandi einförum, eins og hann gjört hafði. Eftir Rudyard Kipling. (þÝTT af Margrétu J. Bemdictsson.)

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.