Freyja - 01.12.1903, Page 25

Freyja - 01.12.1903, Page 25
VI. 5. FREYJA 107 eftir annan og síöast til Parísar. Þaöan kom hún útlœrö til Stock- hólm, þegar hún var 17 ára og átti nú aö sýna list sína í að syngja. Amma réð henni til að syngja gömlu vísuna ,,Sælu seytján árin“ og hún gjörði það. Hún sigraði hjörtu fólksins og vann sér ódauð- legt frœgðarorð. Eftir það ferðaðist hún um Evrópu og Ameríku —hún Kristína Nílson, söngkonan sænska, sem hvert barnið hefir heyrt getið um. Tíminn leið, amma komst í fátœkt. Hún hafði verið vinkona mikil Eugeníu prinsessu systur Óskars I. konungs Svía og Norð- manna ogþess vegnastóðu mörg aðalsmanna heimili henni nú opin, en hún gat ekki lifað á náðarbrauði konungssíns né annaraog lagði því fyrir sig að mála blómsturvasa og ýmislegt þ.h.en þá iðn hafði hún í œsku numið. Málverk hennar seldust vel, sérstaklega keypti aðalsfólkið og konungsfjölskyldan það. Oft er hún sat ein við vinnu sína í her- bergi er hún hafði í konungshöllinni, starði hún tímum saman á mynd af Kristínu litlu, sem tekin hafði verið af henni, eins og hún var þá hún fyrst söng fyrir frainan hallardyr greifafrúrinnar. Inn í þetta herbergi var Kristínu,—sem nú var orðin greifafrú Miranda, vísað, þegar hún einn góðan veðurdag kom að finna velgjörðamóð- ur sína. Þar urðu fagnaðar fundir. Kristína leit í kringum sig og skoðaði hina fíngerfu muni með einlægri aðdáun. ,,Ó, hvað þetta er yndislegt! Hvað kostar það?“ sagði hún. ,, Eitt hundrað og fimmtíu krónur. “ ,,Ó, það er langt of lítið, mér hefir oft verið borgað meirafyr- ir að syngja í fimm mínútur. En þú hlýtur að hafa verið lengi að mála það. “ • ,,Já, góða mín. En ég er heldur ekki svenski nœturgalinn. “ ,,Nei, en þú veiddir hann þó, “ sagði Kristína hlægjandi. ,,Ó, er þetta þó ekki yndislega fallegt! og þetta, og þetta! Eða þá bik- arinn sá arna! Hvað mundi þetta allt kosta? Þínir prísar eru mik- ils til of lágir. ‘ ‘ ,,Þeir eru nógu háir, greifafrú,“ sagði amma mín. Kristína snerist á hæli: ,,Greifafrú! Og þú kallar mig greifa- frú! Nei, nei! ég er aðeins Stína, “ sagði hún, og leit í kringum sig og skoðaði málverkið á hillunum í kring og valdi úr þeim 55 stykki. , ,Má ég senda eftir þessu sagði hún blíðlega. Skömmu seinna fékk amma ávísun upp á $15.000 frá litlu stúlkunni, sem hún einusinni tók upp af götu sinni. Þannig minnt- ist Kristína Nílson velgjörðamóður sinnar.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.