Freyja - 01.12.1903, Síða 29
FREYJA
11 5
II
II
FJOQUR STŒRSTU SKALD
HEIMSINS.
þessar mundir er þaö ekki lengur sveröiö, sem mestu rœöuV
í heiminu. Þó þaö bæöi haii veriö notaö sem framkvæmdar-
afl til flestra stórræða af stjórnanna hálfu og sé þaö aö miklu leyti
enn þá, þá er þó andi ritsnillinganna að umskapa hugsunarhátt-
inn heimsendanna á milli. Og þegar honum er svo breytt aö fólk-
ið fer sjálft að hugsa, verður það ekki íéngur konungarnir, eða
valdið, sem einsamalt rœður öllu og hugsar allt fyrir heilar þjóöir,
Meö því að lesa veraldarsögurta, rekur maður sig á nöfn, sem
gnæfa eins og fjöll yfir sléttlendi eða furutfé yfir kjarrvið, yfir sam-
tíð sína. Viö þessa menn hafa mennirnir miðaö. Þeir hafa ver-
iö vitarnir í mannlífs eyðimörkinni um ókomnar aldir. Ymist hafa
þessir menn verið leiðtogar í andlegum eða veraldlegum skilningi.
Síðari flokknum tilheyra konungar og valdsmenn heimsins að
mestu, og hafa þeir ýmist tekið tign sína að erfðum eða með her-
skildi. Fyrri hlutanum tilheyra þeir menn, sem fengist hafa við
að ráða gátur mannlífsins, búa mönnunum til siðareglur og leiða
þá til betra og fullkomnara lífernis.
Af öllum núlifanfli mönnum sem við bókmenntir fást, erit
þessir menn taldir fyrstir: Tolstoy, rússneskt skáld og rithöfundur,
Ibsen, norskt leikritaskáld, Björnsson, norskt skáld og stjórnfræð-
ingur og Sienkiewicz,pólskur, Póllands mesta skáld sem nú er uppi,
Þessír menn eru af mörgum álitnir í þeirri röð sem þeir eru
hér upp taldir, og verða þó eðlilega um þaö deildar skoðanir, en
flestum ber þó saman um, að þeir séu bókmennta konungar þess-
ara tíma.
Ég hafði œtlað Frevju að færa lesöndum sínum æfisöguágrip
þessara manna ásamt myndum af þeim, í sömu röð og þeir eru hér
nefndir. En sökum rúmleysis verö ég að láta mér nægjaað minn-