Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 3

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 3
293- FREYJA A ferö meö ltonu. VII. 12 I merku Bandaríkja dagblaöi stóö nýlega ritgjörfS með eftir- fylgjandi fyrirsögn : , ,Nálœgt 4,000,000 konur stunda auka heimilisstörf, svo sem fatagjörö á verkstæöum, verzlun, skrifstofustörf m.fl. og fl.þ.h. og á þann hátt bola jafnmörgum karlmönnum frá atvinnu, sem þeim einum heyrir meö réttu til og auk þess orsaka launa hækkun. Þessar 4,000,000 manna verða því að leita annarstaöar fyrir sér. I þessu iiggur hœtta þessarar aldar. —Richard D. Kattirens á verzlunar félags fundi í borginni Kansas“. I athugasemd ritstjóra nefnds blaðs viö ofan ritaöa grein stendur þetta meöal annars slíks ágœtis : ,,...Aðal spursmálið fyrir konurnar sjálfar er það, hvort það frá hagfrœðislegu sjónarmiði borgi sig betur fyrir þoer, að keppa sjálfar um atvinnu á atvinnu markaðnum, en að fá sér einhvern mann til að vinna fyrir sér—eins og verið hefir“. Er þetta ekki dáfalleg kenning ? Eg er viss um að þessi ritstjóri léti ekki sitt eftir liggja að úthrópa þær konur fyrir ó- kvehnleg heit, sem gjöröu það aö aðal markmiði sínu að sitja á karlmanuaveiðiiin, þó ég geti ekki séð hvernig þœr geta annað, ef iíf þeirra ætti að vera komið undir veiðihappi þeirra. Takiö nú eftir hinni dásamlegu sjálfsdýrkun ritstjórans, þar sem hann heldur því fram, að sú hafi verið tíðin að karlmenn hafi algjörlega séö fyrir uppeldi kvenna ! Hví lík vizka En þessi vízka bendir á fáfræði hans á mannkynssögunni að fornu og nýju, að því er konur snertir, ella myndi hann vita að karlmenn, sem heild, hafa aldrei séð fyrir uppeldi kvennfólksins sem heildar.— Aldrei frá upphafi mannkynsins fram til vorra tíma. I öndveðri tíð mannkynsins fóru konur á dýraveiðar með karlmönnum. Því tímabili er aðdáanlega lýst í kvæði einu í ,,Woman and Econ- omies, “ eftir Catherine Perkins Stetson þar sem hún segir: In dark and early ages Through the primal forest foring Ere the soul came shining

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.