Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 13

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 13
VII. 12. FREYJA 295. komur bóndans hefðu óheillavænleg áhrif á hi5 veiklaða taugakerfi konu hans, og lagði því svo fyrir að hann hætti að láta sjá sig þar. Þannig liðu þrjár vikur. Lœknirinn sagði að þessi nótt gjörði út um baráttuna milli lífs og dauða. Ef sjúklingurinn lifði liana af hefðu þau ástœðu til að vona. Hjúkrunarkonan og lmelda Vöktu báðar yfir Alicu. Klukkutími eftir klukkutíma leið, þœr lœddust hljóðlega kringum sjúku konuna, ogþœr gátu ekki betur séð en að einatt drœgi meira og meira af henni. Þegar klukkan sló tvö, kom Lawrence Westcot inn, svo hljótt að ekkert heyrðist—einkis varð vart er boðaði komu nokkurs fyr en þær Imelda sáu hann. Hvað kom honum til að koma einmitt nú? hugsaði Imelda. Svo brá hún fingrinum á munn sér til merkis um að hann skildi hafa hljótt um sig. Hann gekk að rúminu og horfði þegjandi á hina degjandi konu. Hvað hann þá hugsaði veit enginn, en líklega hefir það ekki verið sérlega geðfelt, því enginn vissi eins vel Og hann, af hverju konan hans lá þannig, og ef hún dæi, yrði hann þá ekki að viðurkenna —að minnsta kosti fyrir sjálfum sér—hvers vegna? Nokkrar mínútur stóðu þau þannig þegjandi,allt í einu hreyfðj Alica sig, og Imelda horfði bœnaraugum til mannsins, og gaf hon- um bendingu um að láta hana ekki sjá sig. Hann fœrði sig þá fjær rúminu þangað sem náttskuggarnir huldu hann sjónum sjúklingsins og þar beið hann úrslitanna. Þreytulega hreyfðist höfuð sjúklings- ins á koddanum, augnalokin titruðu og varirnar tœptu á orði’-.u va t n . Imelda dreypti með teskeið á hana, þegar kalda vatnið snerti varir hennar opnuðust augun til fulls og í þeim skein ljós fullrar meðvitundar. Svo lokuðust þau og sjúklingurinn var sofn- aður eðlilegum, endurnærandi svefni. Hjúkrunakonan laut ofan að henni. þreifaði á lífæðinni, og sagði svo lágt: ,,Hún er sloppin, að minnsta kosti í nótt. Nú skai ég vaka það sem eftir er, en þú, ungfrú Ellv/ood, skalt fara og hvíla þig. ‘ ‘ Frá því Alica lagðist hafði Imelda aldrei úrfötum farið.aldrei sofið nema einn eða tvo tíma í senn, œfinlega á glóðum um að verða kölluð og æfinlega til þegar kallið kom. Nú varð hún sár- fegin að mega hvíla sig óhult og fór því tafarlaust út úr herberginu og Westcot á eftir henni. ,,Hún lifir, heldurðu það ekki?“ sagði hann þegar þau voru bæði komin út í ganginn.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.