Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 6
VII. 12.
FREYJA
296
aö berjast,—er miskilningi og tortryggni undir orpin. Eu viö
ólánsfylgjur þœr hafa ailar sannar framfarir átt aö berjast, en gott
máiefni sigrast meö tfmanum á þeim öllum. Það, að konur meiga
nú reka allskonar atvinnu og að þær eiga fullkominn sigur í vænd-
um. Engin stjórn er átakanlegri eöa aumkunarverðari á guðs
grænni jörð, en konur, hangandi utan um karlmenn, með því einu
augnamiði, að ná í einhvcrn til að vinna fyrir sér, undir því yfir-
skini að hún giftist honum. Látum oss því vera þakkláta fyrir að
slíkum konum fcekkar árlega, og að þœr eru nú að eins til í þeim
flokki mannkynsins sem álítur það ekki nógu fint, að vinna sjálfur
fyrir sér.
Athugasemd.
Ofan rítuð grein er tekin úr blaðinu Mortel's Weekly, sem nú
er gefið út hérna í Winnipeg. Það er gleði efni fyrir mig, og ég
veit að það er líka fyrir alla, sem unna mannréttindamálum að
loksins skuli vera orðin til blöð í Winnipeg, sem þora að nota
penna sinn til að taka málstað kvennréttindanna, sem þingmenn-
irnir skammast sín fyrir að nefna á nafn, og svo margir verða til
uö andmæla og lftilsvirða.
Tvö númer , ,Kvennablaðsins“ eru nýkomin til Freyju.
Helztu ritgjörðir eru : Kveðja frá Danmörku, Ferðamolar, Ungl-
ingsstúlkurnar okkar, Langafi og langamma, Bréf frá danskri
konu og Sjúkrasjóður hins íslenzka kvennfélags.
Ég tek upp kafia úr síðast nefndri grein :
,,Hið íslenzka kvennfélag“ hefir nú fengið skipulagsskrá fyrir
sjúkrasjóð- sinn, staðfesta af konungi. Sjúkrasjóð þenna, sem er
að upphœö 3,540 krónur 12 aur., hefir kvennfélagið gefiö íslandi
með þeim skilyrðum sem segir í skipulagsskránni“.
Skipulagsskráin er í sjö liðuin og er aðal inntakið aö veita af
vöxtum þessa sjóðs tillag til fátækra sjúklinga út um land, er aldr-
ei nemi minna en 25 kr.
Hvað segja kvenna féndurnir um þetta ? Er þetta ekki vott-
ur þess að starfsemi kvenna í almennings þarfir er byggð á meiri
mannkœrleika en sumt pólitískt gutl karlmannanna ?