Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 7

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 7
RHODA OG HERSHÖFÐINGINX. -----:o:---- (Niðnrlag). Nœsta dag beið ég lengi við hliöið, en hann kom ekki, og ekki hinn næsta. Á þriðja degi var inér sagt að vera inni, þangað til manima og amma komu aftur—þær œtluðu út ofurlitla stund, þær klœddu sig blátt áfram viðhafnarlaust, en laglega, og það lá ekki vel á þeim. ,,Mig langar til að fara líka, “ sagði ég, og einhver þunglynd- is blær, sem mér fannst umkringja mig, náði valdi á tilfinningum mínum. En Nora bað mig að vera hjá sér, henni leiddist einni eftir, og af þvf mér þótti gaman af að leika við Noru, þegar hún var búin að ljúka störfum sínum sætti ég mig við að vera eftir. Og svo lékum við skollaleik og skessuleik og ýmislegt annað,ég og Nora og tvíburarnir—systkini rnín, Nora var ,,Skolli, “ en þegar hún var orðin uppgefin, klifraði ég upp í glugga, sem vissi að veg- inum og horfði á fólkið sem fór fram hjá. Það var óvanalega margt. Allt í einu drundu við herlúðrar og bumbusláttur, og horn- leikaraflokkur spilaði á horn sín nokkuð langt í burtu. Hlóðið færðist nær og nœr, þar til ég sá marga ökuvagna. Einn var al- skreyttur allavega elskulegum blómum, og á einum var gamall rifinn fáni. ,,Ó komdu, Nora, “ hrópaði ég, ,,og sjáðu skrúð- gonguna“. Nora kom með tvíburana á handleggjunum og horfði út yfir öxlina á mér. ,,Það er majórinn gamli, “ sagði hún. Mér hafði einhvern veginn fundist að það hlyti að tilheyra honum—því allir fallegir hlutir tilheyröu honum æfinlega. Pén mér þótti svo vœnt um að öll þessi viðhöfn tilheyrði honum. Eg leitaði að majórnum í hverjum vagni sem fram hjá fór, en sá hann aldrei, og þó sá ég þar margt fólk sem ég þekkti, og þar á meðalömmu og mömmu, konuna fyrir handan veginn, og menn í gull-lögðum klœðum er komið höfðu til að heiðra hann.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.