Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 9

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 9
Þaö haföi maður hennar aldrei haft til fyrir hana, og þó var hann henni góöur frá ytra sjónarmiöi tekið. Þó hana hryllti við ná- lœgð hans, gat hann ekki að því gjört. Hann var uppáhald flestra annara kvenna—fallegur,kátur og fjörugur—hvernig gat það öðru- vísi verið? ' En á þeim eiginleikum bar oft meira annarsstaðar en heima. Hann átti konuna sína, og atlot hennar var hans lögmæt eign, hvenær sem honum þóknaðist að krefjast þeirra, og í þess staö sá hann henni fyrir góðu heimili og öllum þœgindum lífsins. Við þetta var ekkert athuga vert, það var lögmætt og réttlátt. Dagurinn leið að kvöldi eins og allir aðrir dagar. Þœr Imelda og Alica sátu í skraut stofunni sú síðari við forto pianoið og spilaði sorgarlög, en Imelda söng undir. Imelda var í kvítum kasmir kjóþ láguin í hálsinn, undur tilgerðarlausum en smekklegum. I dökka hárinu hennar var ein rós hálfútsprungin, og þótti Norman sem komið hafði til að sjá hana um kvöldið hún heldur en ekki falleg. En hann var ekki eini maðurinn sem dáðist að henni í þetta sinn, því úti fyrir glugganum stóð Lawrens Westcot og starði hugfang- inn á hana. Þegar Norman kom inn, sá hann gleðina skína á svip hennar og samsvarandi bros í augum hans, og Westcot skyldi, bölvaði lágt, og flýtti sér út í myrkrið. Hann tók ekkert eftir litlu konunni sinni og var hún þó gengt honum, og engin hlý hugs- un hreyfði hjarta hans hennar vegna í það sinn. Norman heilsaði húsfreyjunni og settist svo hjá Imeldu. Ald- rei fannst honum hún hafa verið eins drotningarleg og fögur og f þetta skifti. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hafði séð hana ljós- klœdda og það fór henni svo undur vel, og hann var viss um, að hún hefði gjört þessa breytingu á búningi sínum, sín vegna. Al- ica var enn þá undir áhrifum geðshrœringa sinna frá því um dag- inn, og hún átti örðugt með að halda niðri í sér grátinum. Sam- vera þeirra Imeldu og Carltons hafði undarleg áhrif á hana, og hún varð þe'ss brátt vör, að þau höfðu alveg gleymt sér, svo hún lœddist út um gluggan, sem var stór og náði ofan að gólfi, og gekk í hægðum sínum ofan garðinn og ofan að gosbrunninum. Hví var henni svo þungt fyrir hjartanu? höfðu þau—þessi tvö inni í stof- unni gjört nokkuð á hluta hennar? Nei alls ekki. Hafði Imelda með sínum nýju kenningum, vakið óánægju í brjósti hennar? Nei

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.