Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 11
VII. It.
FREYJA
293-
hyggjU aö verSa meira en vinir, “ sagði hann og horföi' rannsókn-
ar og tortryggnis augum á hana til aö sjá hvort henni bryggði ekki
við tíðindin.
,,Heyrðurðu það sem ég sagði?“ sagði hann þegar hún svar-
aði engu og hélt áfram að baða á sér andiitið, eins og henni kœmi
fréttin ekkert við.
„Jú', ég heyrði það, “ svaraði hún þurlega.
„Hvernig lýst þér á það?“
„Hvernig skyldi mér lftast á það, nema vel. Eg held að Im-
elda sé heppin, og ég má segja að þú sért heppinn að eiga vin,
sem er virkilega maður. ‘ ‘
„Einmitt það, en ef þú ert nú búin að þvo þér nóg, vœri
kannske ekki úr vegi að fara heim og sinna gestu n okkar ofurlítið. “
Það lá áuðsjáanlega illa á honum,og þegar svo stóð á,var hún
œfinlega hrœdd við hann, því þá var hann óhlífinn í orði og verki.
Allt í einu kyssti hann hana á berar herðarnar, og hrökk hún þá
við, eins og hún hefði verið stungin, og hratt honum frá sér svo
snögglega að honum lá við falli.
,,Ertu svo djarfur?“ sagði’hún og náfölnaði.
,,Er ég svo djarfur—já víst skal ég sýna þér að ég er svo
djarfur, “ sagði hann sótrauður af brœði. Komdu heim undir eins,
þessi leikur er orðinn nógu langur, “ bœtti hann við og tók óþyrmi-
lega í öxlina á henni.
XVIII. KAPITULI.
Þegjandi gengu hjónin hlið við hiið. En þegar heim kom voru
þau Norman og Imelda horfin. Alica fiýtti sér inn í svefnherbergi
sitt í von um að losna við frekari ofsóknir af hálfu manns síns. Hún
háttaði og lét kiút vættan úr köldu vatni um höfuð sitt, sem var
svo heitt og veikt. En ekki leið á löngu áður maður hennar kom
og barði á dyrnar, og er hún gengdi ekki var aftur barið sínu harð-
ara en fyr. Og er ekki var enn þá svarað setti hann fótinn í hurð-
ina og skipaði henni að opna.
,,Ekki í kvöld, Lawrens, “ sagði Alica í biðjandi róm.
„Opnaðu strax, “ grenjaði hann.