Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 5
VII. 12.
FREYJA
295.
þa8 haföi sjálft stundaö á óendanlega löngum tíma með óútsegjan-
legri þrautseigju og þolinmæöi, og þó heyrist engin kvörtun frá
þeirra hálfu. Þaö, kvennfólkiö, óskar einungis þess, að meiga
fylgja atvinnugreinum sínum út úr heimilunum og inn á verkstæð-
in. Allan þann tíma, sem skótau og álnavara var unnin heima,
er óhœtt aö segja, aö konur, giftar og ógiftar hafi unnið fyrir
góöum helfingi þess, sem útheimtist til framfærslu sérhverrar
fjölskyldu.
En nú er svo komiö, aö sérhver kona sem ekki vill bíöa
heima—jafnvel þœr, sem ekkert heimili eiga, og þœr eru margar,
en þaö þarf ekki að taka með í reikhinginn--eftir því aö einhver
karlmaður af náö sinni taki þœr upp á arma sína og vinni fyrir
þeim, sem ómögum, eru aö stela atvinnu karlmannanna— atvinnu,
sem þeir einir hafa rétt til aö stunda !
A síöari öldum hafa einstöku karlmenn unniö fyrir, eöa séö
fyrir uppeldi einstöku kvenna, en þeir eru tiltölulega fáir. En á
öllum öldum, seint og snemma hafa konur, sem heild, unniö fyrir
öllum þeim lífsins gæöum, sem þær hafa oröiö aönjótandi, og vel
þaö.
Skyldi sá tími koma að konur tœkju með öllu aö sér atvinnu.
greinar þœr sem þeim meö réttu tilheyra, hvar svo sem þær
atvinnu- greinar eru reknar, ættu karlmennirnir að hafa vit á
aö snúa sér aö akuryrkjunni, því þar er nóg verefni fyrir alla.
Engu skaðlegri kenningu er mögulegt aö hugsa sér eöa kenna
en þá, aö konum sé betra aö hanga utan um karlmenn og elta þá
á röndum, þar tii þeim tekst aö ná í einhvern til aö vinna fyrir
sér— en aö vinna sjálfar fyrir sér á heiðarlegan hátt. Og séu
karlmenn sterkari hluti mannkynsins, eins og þeir stœra sig svo
mjög af aö vera, er þaö þá ekki fremur ókarlmannlegt að kveina
og ópa undan yfirgangi þessa veikari hluta mannanna barna, eins
og þeir gjöra ?
En hvað svo sem öllum mótbárum líöur og öllum útásetning-
um gagnrýnaranna líöur, þá eru nú þessar sjálfstœöu, starfsömu
konur komnar, og komnar til aö vera, og þaö er heiminum marg-
fallt betra. Lausn kvenna undan hjúskapar yfirgangi karlmanna
er aö eins í byrjun og á þess vegna enn þá viö marga örðugleika