Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 18

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 18
308 FREYJA VII. I 2. þaö vóg ioþá pund. Þann sama dag sat ég til borös með fjöl- skyldunni. Allir sögSu að ég mundi deyja, ég fann ekki til augna- biiks óþœginda frá því. Eg veit að þetta er ekki að vera ,,við- kvæmur“ og ,,fínn, “ en ef þú vilt verða hraust og heilsugóð þrátt fyrir sjúkdóma formæðranna, og þitt hirðuleysi um lögmál náttúr- unnar, þá reyndu það“. Dr. Ilolbrook segir : ,,Konur meðal villiþjóða, sem fœða börn þrautalaust, lifa mikið undir beru lofti, œfa líkamann, og eru líkamlega heilbrigðar og fjörugar langt fram yfir sínar siðmennt- uðu systur. Þetta bendir beint til að sanna að barnburður geti verið þjáningalaus í hlutföllum við heilsuástand móðurinnar að meðreiknuðu því að hún sé líkamlega vel byggð“. Rannsókn kennir oss að öll dýr, sem meiga njóta eðlis síns, fæði unga sína kvalalaust í heiminn. Vér viljum ekki fara að stríða á móti nokkurri viðurkenndri aðferð, sem eykur heill mannkynsins, en vér viljum hjartanlega bjóða samvinnu í því tilliti öllum sönnum framfara vinum, hvaða skoðun sem þeir tilheyra. Þessi vor þekking er fengin fyrir reynzlu, en ekki hálf meltar og hálf skildar hugmyndir. Tilgangur vor er að koma í veg fyrir þjáningar, sem konur einar þekkja á barnburöartímum. * " * Orð til eiginmanna. Eg tala til yðar,eiginmenn. Ihugið hin margföldu óþægindi og erfiðleika, sem kona yðar verður að siríða við, meðan hún er vanfœr. Astin sem þú hézt henni fyrir altarinu,--tvöfaldaðu hana nú. Hugsaðu um þjáningarnar sem þú kemst hjá, en sem hún verður að líöa við að gefa þér gleði faðernisins. Við að tvöfalda eftirlit þitt, að uppfylla langanir hennar, að minnka hræðslu hennar, að mýkja órósemi hennar, gjörir þú að eins skyldu þína, þó það œtti að vera þér til stærstu gleði. Gjör það með glöðu geði, lát umhyggju þína koma frá manndómlegu hjarta, frá hjarta sannarlegs eiginmanns. Það sem áður var að eins íltil þúfa fyrir konu þinni er nú hátt fjall. Sléttu veginn fyrir

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.