Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 14

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 14
926. FREYJA VII 12. ,,Eg vona þaö, “ sagSi hún þurlega, því hún gat ekki gleymt því aö þessi maöur var orsök í legu hennar og dauða—ef hún dœi. Á nœsta augnabliki, áður en Imelda vissi af tók Westcot um höndina á henni,kysti hana,sleppti henni aftur,bauö henni góða nótt og fór, svo fljótt,að hún gat ekki sagt eitt einasta orð. Osjálfrátt horfði hún á blettinn sem varir hans snertu og þurkaði \ fir hann með vasaklútnum sínum eins og kossinn heföi meitt hana og gœti orsakaö kolbrand, ef hann vœri ekki vandlega afmáöur. Hvað gat maðurinn meint? Það fór um hana ónota hrollur. Loksins gekk hún þó til herbergis síns, lét það aftar, afklœddi sig ég sofnaði tafarlaust. Þegar þess er gætt hve lengi Imelda hafði orðið að missa af eðliiegum svefni og vanalegri hvíld, var engi furða þó hún nú svœfi fast og lengi. Enda gjörði hún það. Hún vissi ekkert um morg- ungeislana sem streymdu óhindraðir inn um öpinn gluggann henn- ar, ekkert um Maríu sem kom inn með morgun kaffið, en í stað þess að vekja hana með því, dró blœurnar fyrir gluggana og laum- aðist svo út en lét hana scfa í ræði. Loks vaknaði hún þó, eftir að hafa nuddað stýrurnar úr augunum sá hún að enn var myrkt. Hún náði í úrið sitt og kveikti á eldspítu til að sjá hvað það vœri, en tók þá fyrst eftir, að það stóð og hafði stansað kringum kl. tvö. Nú mundi hún eftir því, ,að það hafði gengið þegar hún fór að sofar kl. þrjú um nóttina. Hvernig gat þá staðið á þessu? En þegar hún var að^brjóta heilann um þetta, heyrði hún að einhver kom hljóðlega inn, svo hún kallaði og spurði hver þar vœri, og tók nú að furða sig á því, hvort hún hefði virkilega skilið dyrnar eftir ólokaðar, því það var þó ekki siður hennar. , ,Ert það þú, María, “ sagði hún. ,,Já, það er ég. Mér þykir vœnt um að sjá þig vakna til þessa lífs, ég var farin að halda að^þú værir hœtt við það, “ var svarað. ,,Æ, hefi ég sofið svo lengi? Hvað er klukkan?“ „Næstum átta. “ ,,Svo framorðið. Þú hefðir átt að vekja mig fyrir löngu því hjúkrunarkonan er orðin þreytt og veitti ekki af hvíld. En því er svona dimrnt? Ég hélt ég hefði skilið við gluggann opinn. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.