Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 16

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 16
298. FREYJA VII. 12. til Margrétar og er því kunnugur fréttum þeim er það segir frá við- víkjandi því, að spá mín sé nú fram komin. Þó að mér þyki eins vænt um þig og mér þótti, er þetta mér samt gleði frétt og skal ég þess vegna leyfa mér að gefa þér þœr bendingar, sem þó óskaðir að Margrét gœfi þér. ,,Það eitt, að þú elskar þennan mánn eins og þú segist gjöra, er m é r nóg sönnun fyrir því, að þessi maður sé elskuverður, og að honum sé treystandi, jafnvel þó að þ é r, eins og svo mörgum öðrum, gæti yfirsést, þegar um það er að ræða, að lesa í kjölinn lyndiseinkunnir þeirra er verða á vegi manns. Það er samt mín trú, þar sem um sameiginlega ást er að ræða, að hreinleiki hjarta þíns, sáþér nægilegur leiðarvísir—að hjarta þitt kánnist ósjálfrátt við hreinleika annars jafn göfugs og góðs hjarta. , ,Að gamlar siðvenjur verði þrepskjöldur á vegi ástar þinnar er ekki nema eðlilegt. En það er einmitt þar, sem verk þitt byrjar, og nú reynir á hversu trú þú verður hinum nýju kenningum vor- um. Hversu góður og göfugur sem þessi maður er, máttu ekki gefa honum neitt af því valdi, sem löglegt hjónaband gefur manni yfir konu, vfir sjálfri þér. Sé ást þín til hans svo sterk, að þú treystir honum, mun hann einnig verða nógu göfugur til að treysta þér, annars er hann ekki það sem þú heldur að hann sé. ,,Þú spyr, hvar verkahringur þinn byrji. Hann byrjar á því, að þú fullnægir samviskusamlega skyldunni gagnvart ykkur báðum. Þú segir einnig að á œfi þinni hafi verið margir skuggablettir—- blettir sem þó eru ekki af þínum völdum. Það er skylda þín að segja honum sannleikann—allan sannleikann. A því.hvernig hann tekur því, getur þú fengið meiri og betri vissu fyrir því, hver hann virkilega er, en rneð nokkru öðru móti, og er þá tvent á því grætt. Skeð getur að gamallt œttardramb sé svo ríkt hjá honum, að hann slíti heldur úr blóðugu hjarta sínu, ástina upp með rótum en taka að sér stúlku, sem væri skyld einhverjum sem hefði hrasað,jafnvel þó hún sjálf ætti engan hlut að því, og hefði ekki getað borið á- byrgð á gjörðum þeirra. Skyldi nú svo fara, þá veit ég hversu það myndi særa og kremja hjarta þitt, en sársaukinn myndi hverfa með tímanum og þú finnna huggun í þeirri vissu, að hafa breytt rétt. (Frh.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.