Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 15

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 15
VII. 12. FRE\ JA 297. , ,Þá gjöröir það líka.en ég lét hann aftur í morgun og nú skal ég opna hann aftur, “ sagði María og opnaði svo gluggann. ,,Hvað er þetta, hví er svona dimmt, ég hélt þú hefðir sagt a'ö klukkan væri nærri átta?“ sagði Imelda og reys nú upp. ,, Hún er líka átta og meira en það. ‘ ‘ ,,Ó, því vakturðu mig ekki fyrri, hvernig líður— ,,Mrs. Westcott, “ greip María framrn í. ,,Henni líður vel— ’nefir sofið, eins og þú síðan í gærkvöldi og hjúkrunarkonan hefir líka sofið sér góðan dúr meðan ég sat hjá húsfreyjunni. “ Svo fór María út til að búa henni kvöldverð en Imelda klæddi sig í snatri, og flýtti sér ofan að borða. Imelda var uppáhald al)s vinnufólksins—fáskiftin og þœgileg og umgengnisgóð í hvívetna, hjálpsöm og meðlíðunarsöm þegar því var aðskifta,svo María hafði ekkert til sparað, að maturinn yrði freistandi, enda borðaði Im- elda nú vel, að því búnu flýtti hún sér til Alicu og fann hjúkrun- arkonuna steinsofandi með höfuðið í höndum sér. Fékk Imelda þá samviskubit af að hafa sofið svona lengi, jafnvel þó vinnukon- an héfði hvílt hana í tvo eða þrjá klukkutfma. Hún laut nú yfir Alicu og sá að hún svaf róiega, ítti þá við hjúkrunarkonunni, sem hrökk við er hún varð þess vör að hafa sofnað,varp öndinni mæðu- lega, leit á úrið sitt, og hægðist þá fyrir brjóstinu. ,,Ég hefi þá ekki sófið nema í tíu mínútur, hún svaf svo rólega, að svefninn hefir einnig sigrað mig, “ sagði hún í afsökunar róm. Imelda hvað það enga furðu svo þreytt og svefnþurfi sem hún vœri orðin. Húnkvaðstnú skyldi taka við vaktinni,meðan hjúkrunar. konan svæfi, og var það þakksamlega þegið. Þegar hún var orðin ein eftir, tók hún að hugsa um sjálfa sig. Sjúklingurinn svaf ró- lega—sýnilega úr allri hættu svó hún gat ekkert gjört fyrir hann. Unnusta'sinn hafði hún ekki séð nema á hlaupum síðan Alicalagð- ist, og tvö bréf, nýkomin frá fornvinum hennarvoru ennþáólesin. Nú tók hún þau upp, að vísu voru þau bæði í einu úmslagi en hún vissi aö þau voru sitt frá hvoru Wilbur og Márgréti. Margrétar bréf lagði hún svo hjá sér, en fór að lesa það fyr nefnda. Það var á þessa leið: XIX. KAPITULI. . ,,Kæra vina mín! A þessu bréfi sérðu að ég hefi lesið bréf þitt

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.