Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 17

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 17
VII. 12 FREYJA 3o;. Kvalalaus barnburöur. Tekið úr Maternity, eftir Mary R. Melendy, M. D.Ph.D. Þrautalaus barnburöur er virkilega sannleikur. Því Var Spáö fyrir 50 árum, af merkum læknum að sá tími kœmi aö þrautalaus barnburður yrði áreiðanlegur virkileiki. Mrs. Elizabeth Cady Stanton hefir haldið því fram á ræðupallinum í mörg ár. I fyrirlestri til kvenna, segist henni á þessa leið um þjáinga- lausan barnburð: ,,Vér verðum að kenna dætrum vorurn að móðernið sé göfugt, og að guð hafi aldrei bölvað því. Og að þeirri bölvan megi velta af, eins og menn hafa velt af sér bölvan vinnunnar með því að finna upp vinnuvélar, og eins og bölvuninni var velt af niðjum Hams. Köllun mín meðal kvennfólksins, er að prédika þetta nýja guðsjall. Ef þú líður, er það ekki af því áð guð hafi bölvað þér, heldur af því að þú brýtur löghans. Hví- líkri mæðu væri ekki létt af konum, ef þeim vœri V.ennt að þján- ingar barnburðarins, yrði ekki lengur að óttast. Vér vitum að Indíána konur þjást ekki við barnburð. Þær ganga afsíðis, jafnvel út í hagann og koma eftir lítinn tíma með hið nýfœdda barn. Hvílík þó villa að hugsa að upplýstar konur kristindómsins séu undir þessari bölvun. Eitt orð af sannindum er betra en heil bók af heimspeki, látið mig gefa yður nokkuð af minni eigin reynzlu. Eg er sjö barna móðir. Ég eyddi æsku minni mest í fríu lofti. Ég lærði snemma að skoða það, að stúlkur vœru alveg eins góðar og drengir og ég barðist fyrir því. Ég var vís að ganga 5 mílur fyrir morgunmat eða ríða tíu mílur á hestbaki. Eftir að ég giftist, klœddist ég skynsamlega. Ég lét þunga fatanna einverðungu hvíla á herðum mér. Ég strengdi aldrei líkama minn úr lagi. Þegar ég átti fyrstu 4 börnin þjáðist ég tiltöiulega iítíð. Þá sló ég því föstu að það væri alveg ónauðsynlegt að líða nokkuð, svo ég klæddist létt, gekk á hverjum degi, var eins mikið og ég gat undir beru lofti, át ekkert kryddmeti, og leit vel eftir sjálfri mér. Nóttina áður en ég fæddi barnið gekk égþrjár mílur. Barnið fæddist án nokkurra kvala. Ég baðaði það cg klæddi sjálf, og

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.