Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 12

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 12
^94- FREYJA VII. 12. ,,Ó, ekki í kvöld.mér er svo illt, “ sagði hún lágt og biöjandi. ,,Villtu opna eða á ég aö brjóta upp hur8ina?“ grenjaði hann og barði með fætinum í hurðina, svo Alica fór titrandi af hræðslu og mállaus af skelfingu ofan úr rúminu til að opna fyrir mannin- um, sem átti hana með sál og líkama. ,,Hvað meinarðu?“ sagði hann í hásum róm og greip þræls- lega fast um handlegginn á henni. ,,Hvað meinarðu að loka mig útiV ‘ „Ég lokaði til að hafa frið, “ sagði Alica grátandi og hristi hann af sér. „Þú hefðir ekki lokað eins fast eða verið hrædd um ófriö, “ sagði hánn í nöprum háðs og gremju róm, ,,ef einhver annar en eiginmaður þinn hefði átt hlut að máli. “ ,,Hvernig vogar þú að brígsla mér, Lawrence, “ sagði Alica hálf brjáluð af sorg og gremju. ,,Ó, ég voga allt eins og þú munt bráðum komast að raun um, og nú skaltu flýta þér upp írúmið. “ ,,Ó, Lawrense, þú ætlar þó ekki að vera hérna í nótt, ekki rétt núna, ó, mér er svo illt, “ sagði hún í biöjandi róm. ,, Jú, ég ætla að vera rétt í þetta sinn, “ sagði hann og hermdi eftir henni með þrœlslegu stríði. ,,Ó, ég er svo veik—svo veik, “ sagði hún. ,,Þessi veikindi hafa gripið þig furðu fljótt, frú mín. Það gefur illan grun, svo ig ætla rétt í þetta sinn aö sýna þér það, að þú spilar ekki á mig og í þess konar viðskiftum verði sigurinn mín meigin, ‘ ‘ svaraði hann. Og sigurinn varð hans megin,því næsta morgun lá Alica í óráöi og ákafri hitasótt. Læknir var sóttur og hjúkrunar kona. En læknirinn gaf daufar vonir. Eiginmaðurinn kom og fór, en kom- ur hans hjálpuðu Alicu ekki, því ef svo vildi til að hún væri með rænu og sæi hann, greip hana ofboðsleg hræðsla og meira ó- ráð, og sagði hún þá vanalega ýmislegt, sem eiginmanninn lang- aði ekkert til að heyra og var ekki trútt um að hjúkaunarkonun- um þætti nóg um og litu hann tortryggnisaugum, því hver getur ábyrgst að óráðsvitfirringin sé ekki vit, byggt á reynslu undanfar- inna tíma? Þegar læknirinn varð var við þetta, óttaðist hann að

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.