Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 21

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 21
VII. 12. FREYJA 3U- Bréf frá danskri konu. (Tekið úr ,,Kvennablaðinu“.) Til frú Briet Ásmundsson. Mér þótti mjög leitt aö heyra aö þér hefðuö veriö hér í Kaup- m.höfn rétt fyrir jólin, og aö ég heföi ekki minnsta grun um það, því ég vildi svo fegin hafa talað við yður. Við erum sem sé í póli- tíska kjörgengisfélaginu okkar í sambandi við ,,Alþjóða kvenn kjör- gengisfélagið, “ sem stofnað var í Washington 1902 að tilhlutun Susan B. Anthony, það hafði sinn eiginlega fyrsta stofnunarfund í Berlín í sumar 1904, fyrir þessi lönd í Norðurálfunni : Svíþjóð, Noreg, Danmörk, England, Holland, Þýzkaland, og svo Ameríku og Ny-Zeeland, sömuleiðis er verið að koma Austurríki, Italíu og Frakklandi inn í sambandið. Sem inngangseyri inn í Alþjóða- sambandið borgar hvert land árlega 40 krónur, ef kjörgengisfélög kvenna í landinu telja 2500 meðlimi, en ef meðlimatalan er undir því, þá borgast ekki nema 20 kr. Þannig haldast konurnar í hendur yfir allan heim, til þess að ná kjörgengi og kosningarrétti, bæði í sveitarstjórnar og safnaðarmálum, og allra helzt pólitískum kosningarrétti og kjörgengi. Alþjóðasambandsstjórnin okkar er skipuð svo göfugum ágætiskonum að hverri einni konu má þykja sœmd að því að takast í hendur með þeim, til að vinna að sama markmiði. Þar er hin alkunna ágætiskona Susan B. Anthony heiðursforseti, þótt hún sé 86 ára aðaldri, en Mrs. Carrie Chap- man Patt er forseti. Mér datt í hug að ísland yrði líka endilega að vera með að ganga í þetta Alþjóðasamband. Það á auðvitað ekki við að það gangi inn í danska pólitíska kjörgengisfélagið, sem saman stendur af 14 ólíkum kvennfélögum, heldur œtti Island að hafa sína sjálfstœðu deild, sem gengi inn í Alþjóðasambandið eins og hvert hinna landanna. Ég hefi beðið vinkonu mína frú Thor- oddsen að skrifa yður um þetta, en þótt þetta mál sé í svo góðum höndum, þá vildi ég þó skrifa yöur sjálfri nokkur orð. Ég hefi skrifað forsetanum Mrs. Chapman í New York og gefið henni ut- anáskrift yðar, svo ég ímynda mér að þér fáið tilboð frá henni um

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.