Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 24

Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 24
314- FREYJA VII. 12 Hjónaskilnaður. Eftir S. B. Benedictsson. Hjónabandiö er kyrkjuleg stofnun, og var upprunalega bind- andi œfilangt. .(Það sem guö hefir samtengt má maðurinn ekki sundur skilja* ‘ var ástæöan sem prestar færöu á móti hjónaskilnaði. En þá tók ríkið til sinna ráða og fór að veita hjónaskilnað. Er sá hjónaskilnaður ýmsum skilyrðum háður, eftir því í hvaða landi maður býr, og misjafnlega rúmur. Yms ríki Bandaríkjanna gefa rúm hjónaskilnaðarlög, aftur sum þeirra alls engin. I Canada eru engin hjónaskilnaðarlög til. En með því að sœkja skilnaðarmál fyrir hœrsta rétti, má fá skilnað, ef sökin er hórdómur. Er sá kostnaður minnst $500. Þessi afturhalds aðferð Canada í hjónabandsmálum, er byggð á þessum orðum Jesú Krists : — ,,hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórdómssakir og gengur að eiga aðra, sá drýgir hór- Og hver sem tekur sér konu þá sem skilið hefir við mann sinn, sá drýgir einninn hórdóm". (Matth. ig. 9.) Bandaríkin fylgja ekki biblíunni eins fast og Canada, eins og stjórnarskráin ber vott um, því hún er víst sú eina stjórnarskrá í heimi, sem guðsnafn finnst ekki í. „Kyrkjan trúir því að oss skuli stjórnað með bókum rituðum af mönnum sem hata verið dauðir um þúsundir ára, “ segir Elberf Hubbard. Og er Canada ekki vaxin enn upp úr því þröngsýni. Um allan hinn menntaða heim er sú skoðun að ryðja sér til rúms að hjónakilnaðarlög séu óhjákvæmileg. Skáldsögur eru rit- aðar með því augnamiði að vekja og mennta skoðanir hinnar lœgri aðþýðu í því máli. Og mótstaðan er reyndar engin önnur en prestar hinna ýmsu kyrkjufélaga og svo trúgirni og fáfræði al- mennings. Bandaríkin hafa brotið í bága við hið kyrkjulega vanans afl, og rýmkað um hjúskaparlögin svo mikið, í sumum ríkjum að kyrkj- an stendur alveg í vandræðum með fólkið. Það giftist, því þar er óvíðast nokkur hindrun á, nema í ríkinu Pénsilvania, þar verða hjónaefni að ganga undir læknisskoðun. (Framh. síðar.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.