Freyja - 01.07.1905, Blaðsíða 10
*gz.
FREYJA
VII. 12.
ekki heldur það, hún var mikið eldri. Hví ekki aS vera hrein_
skilin viS sjálfa sig aS minnsta kosti? Þessi maSur þarna inni hafSj
verið vinur, og stöSugur gestur þeirra hjóaianna löngu áður en Im-
elda kom. Var þaS samanburSurinn á þessum tveim mönnum sem
gjöröi hana óánœgöa meS þaö sem hún haföi? ,,Nei, eöa ég vissi
ekki af því fyr en hún sagSi mér, hvaö hún haföi unniS, “ sagSi
Alica viS sjálfa sig. ,,Þá fyrst skvldi ég hvers vegna hjarta mitt
var þrungiö af sorg, sært af einhverri óskiljanlegri auön.aö þaS átti
óuppfyllta þrá, og hvaSan því kom ljós og líf. Nú veit ég þaS allt,
einmitt þegar myrkriö skellur yfir mig og vonirnar—ósögSu, ó-
skyldu—aöeins hálf fœddar deyja, deyja, deyjal'‘
Alica byrgöi andlitiö í höndum sér, en tárin hrundu niSur á
milh fingra hennar. Loks fór hún og baSaöi andlit sitt og augu
úr gosbrunninum og tók hún þá eftir aö maöur nokkur stóö í
skugga furutrjánna, varö henni þá svo hvert viS,að viö sjálft lá aS
hún hljóöaSi upp yfir sig.ogekki létti henni fyrir hjartanu, er hún
viS nánari aögœzlu, sá aS maöurinn var enginn annar en herra
Westcot. HvaS lengi hann haföi staSiS þarna, eSa hvaS mikiö
heyrt, vissi hún ekki. Iíún herti sig upp og hélt áfram aS þvo
sér, eins og ekkert hefSi óvanalegt skeS.
,,Fremur óvanalegur staöur til aS baöa sig, “ sagSi hann
háöslega. , ,Heföi ekki veriö betra aö gjöra þaS heima?“
,,Mér var illt í höföinu, og því fór ég út, og datt þá í hug að
reyna að baSa mig í framan úr vatninu svo köldu og tœru, “ svar-
aSi hún.
,,Ég trúi því aS þér sé illt í höföinu, þaö fylgir vanalega þeg-
ar konur sleppa sér í aS gráta eins og þú hefir gjört þenna síöasta
hálftíma sem ég hefi séS til þín,“ sagSi hann í sama tón. ,,Eða
hvort er höfuöverkurinn afleiöing af grátinum eSa gráturinn af
höfuðverknum! “
,,Hvort sem þú villt heldur hafa þaö. Ég finn nógu mikiö
til, til þess aö gráta af því, og grátur getur einnig orsakaö höfuS-
verk, eins og þú segir, “ svaraöi hún þurlega.
, ,ÞaS er nú gott aö fara í flœmingi undan. En ég sé dýpra,
og hefi séS þaS nokkuð lengi. En til þess aö breyta nú umtalsefn-
inu má geta þess, að þaö lítur út eins og vinir okkar beggja hafi í