Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 3

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 3
VIII. 4. FREYJA Hjóriaskilnaöur. Eftir S. B. Benedictsson. 75 (Niöurlag.) Nauðgun er skoðaöur allra stærsti glæpur, sem hœgt sé að fremja. En hvað er nauðungar hjónaband ? Við hvaða kjör býr sá, erfyrir hallanum verður, sá ér minni máttar er ? Hvaða sam- búð útkrefur éins náið samband og hjúskapurinn ? Hvaða tveir menn láta sér detta í hug að standa lengur í félagsskap saman en þeim er báðum Ijúft ? Hvaða vinnumaður eða vinnukona látá kúga sig, eða halda sér nauðugu í vist svo árum skifti ? Ef það á sér stað er það ekki það sem við nefnum þrœla og ambáttir ? Hví þá að heimta það af persónum að una í œfilangri ánauð í hjúskap fyrir þá einu sök að þau voru svo óheppin að leyfa að binda þetta þrœlsband. Prestar eru ofur pliktugir að gifta og spyrja fárra spurninga nema þeirra sein flestir geta méð góðri samvizku svarað undir þeim kringuinstæðum, en þeir gjöra minna að því að vara hjónaefnin við undir hvaða lög þau séu að gangast:-—hann að bindast þeirri skyldu að annast hana eins og ómaga æfilangt, hversu leið sem hún kynni að vera honum, hún að gefa sig manní á vald æfilangt, allt sitt frelsi,í andlegum óg líkamlegum skilningi, áfsala nafni sínu og taka á Síg hans nafn, sem betur en nokkuð annað sannar eignarrétt mannsins yfir konunni. Hún, að standa í sömu stöðu óg vinnukona manns,—hlíðin og undirgefin,—að öðru en því að hún á enga heimtingu á kaupi fyrir vinnu sína og engan rétt til að skifta um vist. Þétta eru nú hin lagalegu réttindi, en sem betur fer ekki fylgt af fjölda e.iginmanna, en hví þá að líða þau lög, sem aðstoðá skálkinn í að kúga konuna sína, en hafa ekkert gildi fyrir hinri óerlega ög ástríka eiginmanri ? Það er enginn skyldur til að berá VirðingU fyrir slæmum lögumjné hlyða þeim. Hver þegn á heimt- iag á lagaverncl, og því er sjálfsagt áð þjóðin heimti betri lög,þegar hún sér þess þörf, en lyppist ekki undir hverju kúgunarfargi bara af því það er gamalt og verndað af óheiinæmum stofnunum eins og kyrkjunni.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.