Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 23

Freyja - 01.11.1905, Blaðsíða 23
VIII. 4. FREYJA 95 vanaleg. En þegar ég endurtók spurninguna sagöi hannkjökrandi: ,, Af því a8 þeir gleymdu mér báðirog jólin komu ekki til okk- ar mömmu. “ ,,Hverjir hafa gleymt þér, barn?“ spurði ég. ,,Hann Guð og hann Sankti Kláus, “ sagöi hann. ,,Guð og Kláusgleyma engum, og jólin koma alstaðar, barnið mitt, “ sagði ég og horfði í bláu augun, sem tárin enn þá glönsuðu í. Jólagjafirnar mínar íþetta sinn voru ofurlítill vasaklútur ogofur- lítill sokkur með nokkrum brjóstsykurmolum,hljóðpípu, tinhesti og hjólbörum í. Þetta hafði húsmóðir mín gefið mér rétt áður en hún fór út og ég hélt á því enn þá, enda kom það nú að góðum notum. ,,Sjáðu nú til, “ sagði ég og sýndi honum sokkinn. ,,Þetta gaf hann Kláus mér og sagði mér að skifta því á milii mín og fyrsta drengsins sem ég hitti því hann hefði ekki getað heimsókt hann í þetta sinn. Þú ert fyrsti drengurinn setn ég hitti og þess vegna áttu það með mér og nú skulum við skifta því. “ Hann horfði á mig efablöndnum augum og sagði: ,,Nei, er það virkilega satt?“ ,, Já, víst er það satt, “ sagði ég og skifti þannig gjöfunum að þœr fóru allar til hans, en eftir því tók hann ekki, hann var orðinn svo kátur og skrafhreifinn þó hann skylfi af kulda. Svo fylgdi ég hon'- um heim til móður hans, sem var orðin ósköp hrædd um hann, en því hafði hún ekki leitað hans, að hún lá fárveik í rúminu í tauga- veiki. Hún var bláfátæk ekkja, sem engan átti að, húsið, lítið og kalt var eldiviðarlaust og bjargarlaust og enginn til að hlynna að sjúklingnum eða barninu^ Og í sannleika höfðu jólin gengið fram hjá þessu litla hreysi. Eg hlynntí að sjúklingnum þaðsem éggat og kom drengnum í rúmið, ánœgðum yfir sinni litlu hluttöku í jól- unum. Að því búnu fór ég heim og sagði húsbændum mínum frá ástandinu og varð það til þess að þeim var rœkilega hjálpað ogég varð þar daglegur gestur eftir það. Margar gjafir hefi ég gefið fyr og síðar, en engar smœrri, og þó er ég viss um að engar þeirra hafa glatt móttakanda eins innilega og þessi. Þannig lauk Helga sögu sinni. Hún sýnir meðal annars, að það er ekki eingöngu verðmæti gjafanna, heldur miklu fremur hjartalagið, sem þær eru sprottnar frá, sem hefir hið verulega gildi. Gleymið því aldrei, börnin mín. Svo óskar yður öllum sann- farsælla jóla, yðar einlæg, Amma.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.